Karlalið í Lengjudeildinni, fyrstu deild í knattspyrnu, fengu eina milljón króna í réttindagreiðslur á síðasta keppnistímabili frá Íslenskum Toppfótbolta, hagsmunasamtökum íþróttafélaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu. Kvennalið í Lengjudeildinni fengu 260 þúsund krónur.
Þetta kemur fram í svari Birgis Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Íslensks Toppfótbolta, við fyrirspurn Heimildarinnar. Kjarninn, annar fyrirrennari Heimildarinnar, greindi frá því í nóvember að réttindagreiðslur til karlaliða í Bestu deildinni, efstu deildar í knattspyrnu, námu 20 milljónum á síðasta keppnistímabili en kvennalið fengu 2,5 milljónir. Munurinn milli greiðslna til liða í Lengjudeildunni er því aðeins minni, fjórfaldur en ekki áttfaldur, en sömuleiðis er um lægri upphæðir að ræða.
Athugasemdir