Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á Íslandsbanka stendur enn yfir

Ís­lands­banki hef­ur síð­an snemma í janú­ar átt í við­ræð­um við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið um sekt­ar­greiðslu vegna lög­brota sem bank­inn er tal­inn hafa fram­ið í tengsl­um við sölu á hlut rík­is­ins í hon­um fyr­ir rúm­um þrett­án mán­uð­um síð­an. Í árs­reikn­ingi bank­ans kom fram að hann hafi lagt til hlið­ar fjár­muni til að greiða sekt­ina og að hann myndi ljúka við að setja fram sjón­ar­mið sín fyr­ir miðj­an fe­brú­ar. Eng­ar upp­lýs­ing­ar fást um stöðu máls­ins, næst­um tveim­ur mán­uð­um síð­ar.

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á Íslandsbanka stendur enn yfir

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að rannsókn þess á tilteknum þáttum sem varða sölu ríkisins á 22,5 prósent eignarhlut í Íslandsbanka í mars í fyrra standi enn yfir. Eftirlitið segist ekki geta veitt neinar upplýsingar um hvar rannsóknin sé stödd né hvenær sé von á því að niðurstöður hennar verði birtar. Þá sé ekki hægt að veita upplýsingar um það ferli sem átt hafi sér stað milli Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka eftir að viðræður um sátt í málinu hófust í janúar síðastliðnum.

Þetta kemur fram í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa eftirlitsins, við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu mála. 

Heimildin hefur áður greint frá því að frummat Fjármálaeftirlitsins á ætluðum brotum Íslandsbanka í söluferlinu hafi legið fyrir seint á síðasta ári og það kynnt Íslandsbanka á þeim tíma. Niðurstaða frummatsins var sú að Íslandsbanki hafi gerst brotlegur við lög en hvorki eftirlitið né Íslandsbanki hafa viljað greina frá því hvaða lög það séu …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár