Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að rannsókn þess á tilteknum þáttum sem varða sölu ríkisins á 22,5 prósent eignarhlut í Íslandsbanka í mars í fyrra standi enn yfir. Eftirlitið segist ekki geta veitt neinar upplýsingar um hvar rannsóknin sé stödd né hvenær sé von á því að niðurstöður hennar verði birtar. Þá sé ekki hægt að veita upplýsingar um það ferli sem átt hafi sér stað milli Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka eftir að viðræður um sátt í málinu hófust í janúar síðastliðnum.
Þetta kemur fram í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa eftirlitsins, við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu mála.
Heimildin hefur áður greint frá því að frummat Fjármálaeftirlitsins á ætluðum brotum Íslandsbanka í söluferlinu hafi legið fyrir seint á síðasta ári og það kynnt Íslandsbanka á þeim tíma. Niðurstaða frummatsins var sú að Íslandsbanki hafi gerst brotlegur við lög en hvorki eftirlitið né Íslandsbanki hafa viljað greina frá því hvaða lög það séu …
Athugasemdir