Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Litlar lindir, möguleg æxlun og vont fólk

List­alisti 5. - 28. apríl í boði Hús&Hill­billy

Litlar lindir, möguleg æxlun og vont fólk

Flís, einkasýning

03.04 – 07.05.23
Gunnfríðar Gryfja, Ásmundarsalur

Flís er samstarfsverkefni leirlistakonu og hönnuðar. Saman rannsaka þau menningu staðbundinnar mynsturgerðar ásamt notkunar möguleikunum sem felast í litaflóru leirtegunda hérlendis. Frá sitthvoru sjónarhorninu vinna þau saman að því að uppgötva leirinn og litina út frá grafískum og handgerðum áherslum. Vinnustofan stendur yfir í mánuð fram að hátíðinni sjálfri. 

Vinnustofan opnaði 3. apríl og stendur fram að- og á HönnunarMars sem fer fram dagana 3. - 7. maí. Opnunartímar á www.asmundarsalur.is


Litlar lindir, myndlistarsýning

22.04. – 19.05.23
Listasalur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ

Myndlistarkonurnar Berglind Erna Tryggvadóttir og Geirþrúður Einarsdóttir leggja saman krafta sína í sýningunni Litlar lindir þar sem þær rannsaka Mosfellsbæ og nærumhverfi í gegnum minningar, sögu og bæjarlandslag. 

Sýningin er opin alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga milli 12 og 16.


MA útskriftarsýning í sýningargerð 

22.04. - 30.04.
Arnarhlíð 1, Reykjavík 102

Í Lungamjúkum skuggum kannar Sunna Dagsdóttir leiðir til siðferðilegrar sýningagerðar, m.a. með því að velja verk sem styðja við sjálfbærni, og gaumgæfa samband mannvera og annarra lifandi vera. 

Hún segir m.a. um sýninguna.: „Á útskriftarsýningu minni hef ég lagt áherslu á að vinna með listamönnum sem sýna umhverfisvitund í verkum sínum og vekja spurningar um eðli hlutarins, efnis og efniskenndar.”  

Lungamjúkir skuggar er útskriftarverkefni Sunnu til meistaragráðu í sýningagerð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur lokið BA gráðu í listfræði og þýsku frá Háskóla Íslands (2021).  

Sunna lítur á sýningagerð sína sem frásagnaraðferð, og notar sýninguna sem hugmynda- og þekkingarskapandi miðil sem byggir á sýningafræðum og öðrum tengdum fræðum, viðfangsefnum og frásagnarleiðum.  

Sunna hefur sýningastýrt einka- og hópsýningum á Íslandi og er meðlimur í stjórn nemendagallerísins Rýmd.  

Opnun: 22. apríl kl. 16-18. Opið fim/fös 16.00 – 18.00 og lau/sun 13:00 – 15:00


Þegar ljósið deyr, myndlistarsýning 

09.03. - 03.05.2023
NORR11

Eva Schram birtir okkur ljósmyndir af íslenskri náttúru og fjallamóðunni sem gerir fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild. Verkin hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum.

Mán - fös 11:00 - 18:00 og lau 12:00 - 17:00


Sjalaseiður –umbreyting úr texta í textíl

06.04 – 06.05.23
Listasafn Ísafjarðar, Safnahúsið Eyrartúni

Sjalaseiður – umbreyting úr texta í textíl er sýning Bergrósar Kjartansdóttur út frá bók hennar Sjalaseiður. Sjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Öll sjölin í bókinni eru prjónuð úr íslenskri ull en eru jafnframt sýnd í annarri útgáfu hvað band og liti snertir. Í bókinni eru sögur, ljóð og uppskriftir af sjölum. Hvert og eitt sjal ber nafn og sögu þess forna fyrirbæris sem kveikti hugmyndina að sjölunum. Segja má að hvert sjal sé eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að hlýja eigandanum, vernda hann og gleðja skynfæri hans. Aðgangur ókeypis

Opnunartímar: mán – fös 12:00 – 18:00, lau 13:00 – 16:00


allt er nálægt  myndlistarsýning

15.04. – 31.05.23
Hverfisgallerí, Hverfisgata 4

Laugardaginn 15. apríl kl. 16:00 opnar Kristinn E. Hrafnsson sýninguna allt er nálægt í Hverfisgalleríi. Þar verða skúlptúrar á gólfum og lágmyndir á veggjum. Velkomin.

Sýningin er opin til 31.05.2023. Opið þriðjudaga til föstudaga frá 13:00 – 17:00 og laugardaga frá 14:00 – 17:00.


Leysingar 2023

07.04. - 09.04.23
Alþýðuhúsið á Siglufirði

Þátttakendur eru: Anna Líndal, Egill Logi Jónasson, Kristín Anna Valtýsdóttir, Karólína Rós Ólafsdóttir, Haust, Sigurður Þórir Ámundason, Venus Volcanism. 


Yfirborð/Surface og Tvöfaldur dessert

25.03.-20.04.23
Gallery Port, Laugavegur 32

Listafólkið Halldór Sturluson og Berglind Erna Tryggvadóttir eru með tvær aðskildar sýningar í Gallery Port. Halldór sýnir litastúdíur sínar úr mislitum pappír sem raðast upp á ólíkan hátt í þéttpressaða bunka, minna á jarðlög eða marglaga æviskeið. Berglind Erna sækir í hversdagsleikann í teikningum sínum af því sem alltaf innan sjónsviðsins og seilingar. Myndirnar gætu staðið í Orðabók hversdagsins því allir munu kannast við eitthvað úr sínum.

Opið þriðjudag til laugardags milli 12-17


Alltaf að - myndlistarsýning

08.04.-30.04.23
Gallerí Úthverfa, Ísafirði

Sigrún Hlín Sigurðardóttir opnar sýninguna Alltaf að í Gallerí Úthverfu/Outvert art space, Ísafirði. Þar verða sýnd ný textílverk, þar sem meðal annars er sótt í brunn þjóðsagna og fjallað um leti og dyggðir, gull og gráma.


Við erum vont fólk. Ég er vondur maður.

13.04 – 29.04.23 
Portfolio gallery - Hverfisgata 71, 101 Reykjavík 

Egill Logi Jónasson opnar sýningu 13. apríl kl 17:00 – 19:00. Lýsing Athafna- og listamaðurinn Egill Logi Jónasson sýnir málverk í Portfolio gallery. Hann veltir fyrir sér hvar hann og aðrir eru staðsettir á skala siðferðiskenndar. Þar til annað kemur í ljós þá erum við öll grunuð um gæsku. Lokar 29. apríl. Opið fim - sun  14:00 – 18:00.


Loungæ

15.04. – 29.04.23
Höggmyndagarðurinn

Á sýningunni Loungæ velta þau Hlökk Þrastardóttir og Sindri Leifsson fyrir sér hugtakinu „lounge“ sem setustofum, sér í lagi á hótelum eða á skrifstofum en einnig í merkingunni að slæpast um eða hanga. Þau sækja innblástur í hugmyndaheimsteinaldarinnar og berja honum upp við nútímann og þann veruleika sem við lifum við í dag. Slaghljóminn beisluðu þau í skúlptúra úr leir, timbri, stáli og gulum paprikum og verða verkin virkjuð í gegnum gjörninga og þátttöku gesta. Opnun fer fram 15. apríl kl. 17:00 – 19:00 og stendur sýningin til 29. apríl. Lokahóf auglýst síðar.


Fyrirbærafræði

30.03 – 30.04
Fyrirbæri (Phenomenon) Ægisgötu 7

Brynjar Helgason opnar myndlistarsýningu í Fyrirbæri. Ágrip úr sýningarskrá: ,,…Í eigin heimi sem aftur á móti gerir ráð fyrir osmósu við einhvern fullkomlega ókunnugan sem með hugveruleika sínum myndi ljá upplifuninni væ(n)gi í tengslum við sögu og samfélag, sértæk sum þau kunna að vera… Þetta felur á endanum í sér visst notagildi vegferðarinnar sem mælikvarði á fagurfræðilegt gildi afstætt öllum mögulegum hlutum og hluteigandi gjörðum vorum.“

Sýningin er opin til 30. Apríl. Opið laugardaga & sunnudaga frá 18:00 - 20:00 og/eða 12:00 - 14:00 (eftir samkomulagi). www.phenomenon.systems.


Möguleg æxlun / Possible Oddkin

22.04. - 30.04.23
Norrænahúsið - Gróðurhús

Brák Jónsdóttir hefur breytt gróðurhúsi Norrænahússins í tilraunastofu þar sem hún rannsakar mögulega heima og framtíðir. Á sýningunni Tilraun til samlífs er hefðbundnum hugmyndum um tengsl, mökun og skyldleika ögrað og mörkin á milli huga, líkama og umhverfis könnuð.  Sýningarstjóri er Odda Júlía Snorradóttir. Opið alla daga á milli 10 - 17.


HELGA SIF GUÐMUNDSDÓTTIR

ENDURKAST / REFLECTION
01.04 - 27.04

Á setustofunni opnar sýning Helgu Sifjar Guðmundsdóttur, Endurkast. Helga Sif Guðmundsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ vorið 2005 og lauk MFA-gráðu frá Konstfack listaakademíunni í Stokkhólmi vorið 2009. Verk Helgu Sifjar eru innblásin af rannsókn hennar á eðli óhefðbundinna efna og formrænum eiginleikum þeirra. Á sýningu hennar í Ásmundarsal sýnir hún nýja seríu af lágmyndum og skúlptúr sem fær stað á Gunnfríðarstöpli.


YELENA ARAKELOW

BEÐIÐ EFTIR DANSI / WAITING FOR A DANCE
01.04 - 27.04

Beðið eftir dansi er hljóðverk eftir danshöfundinn Yelenu Arakelow.  Hljóðverkið bíður áhorfendum upp á að finna nándina sem fylgir því að bíða. Hvað upplifir þú í biðstöðu? Getum við upplifað sameiginlega löngun til breytinga, ef við bíðum saman?

Að finna tímann líða með endurtekningum og tómarúmi eykur mögulega eftirvæntinguna á að eitthvað gerist? eða verður tímaupplifunin óskýrari í biðstöðu? 

Yelena Arakelow  (f. 1993 í Zürich, Sviss) er upprennandi danshöfundur búsett í Reykjavík. Verk hennar hafa verið flutt og sýnd í Gallery Reykjanesbær (2021), Reykjavik Dance Festival (2022), Ung Nordic Music Festival Iceland (2022), Plöntutið (2021), Tanzhaus Zürich (2020), Nuuk Nordic Kulturfestival (2021) og International Dance Festival Latvia (2020).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Listalistinn

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
8
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu