Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Konan sem eltir stríð

Åsne Seier­stad er marg­verð­laun­að­ur norsk­ur blaða­mað­ur og rit­höf­und­ur, sem hef­ur var­ið hátt í þrem­ur ára­tug­um í að fjalla um líf á átaka­svæð­um. Sem ung stúlka fór hún frá frið­sælu landi yf­ir til Tétén­íu þar sem hún horfð­ist í augu við of­beldi og dauða og varð sjálf skot­mark. Nú á hún fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Konan sem eltir stríð

Bókin Bóksalinn í Kabúl vakti heimsathygli en við undirbúning hennar dvaldi Åsne á heimili hans í fjóra mánuði. Í bókinni Einn af okkur segir hún söguna af norska hryðjuverkamanninum Breivik og fórnarlömbum hans. Nýverið gaf hún út bókina Afganir. Þar fylgir hún annars vegar eftir talíbönskum leiðtoga, ungum nemanda sem missti alla von, og hins vegar femínískum aktívista, fyrsta árið eftir að talíbanar náðu aftur völdum þar í landi. 

„Áhugavert,“ er fyrsta orðið sem hún notar aðspurð um hvernig það hafi verið að fylgja eftir talíbönskum leiðtoga. „Ekki síst vegna þess að við eigum svo lítið sameiginlegt. Hann er leiðtogi talíbana, á þrjár eiginkonur og urmul af börnum sem fara ekki í skóla. „Ef þú hefðir komið hingað í fyrra hefði ég rænt þér til að fá peninga,“ sagði hann við mig og meinti það. Hann var mjög hreinskilinn og útskýrði vel hvernig hann vinnur fyrir talíbana. En svo sérðu …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég hef verið að hugsa hvað er það sem drífur þessa konu til fara aftur og aftur á þessa hættulegu og hörmulegu staði? Er það kanski spurningin hvers vegna gerist þetta og hvað drífur illskuna áfram sem verður stöðugt meira íþyngjandi með hverju stríði? Ég hef oft spurt mig hvers vegna ég hef ennþá sloppið við að vera í stríði. Hef ég nokkuð unnið til þess?
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Lærdómsrík grein. Ég hef oft verið í sambandi við fólk sem hefur upplifað stríð og veit að það er ómögulegt að setja sig fullkomlega í spor þess sem það hefur reynt. Greinin er stórkostleg vegna þess að hún gefur okkur pínulitla hugmynd um það sem er að gerast.
    0
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Mögnuð frétt og geysilega vel skrifuð.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2023

Mósaík stórstjarna á bókmenntahátíð – og heyrt í einni stjörnu ...
ViðtalBókmenntahátíð 2023

Mósaík stór­stjarna á bók­mennta­há­tíð – og heyrt í einni stjörnu ...

Nú, þeg­ar far­fugl­ar flykkj­ast til lands­ins, er að skella á Bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík en hún hefst 19. apríl með æv­in­týra­lega til­komu­mik­illi dag­skrá – eins og alltaf. Þunga­vigt­ar­höf­und­ar á heims­mæli­kvarða streyma til lands­ins og land­an­um gefst færi á að spyrja þá spjör­un­um úr, plata þá til að skrifa á bæk­ur og heyra þá fjalla um verk sín.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár