„Allt sem þeir sögðu um kapítalisma var satt. Allt sem þeir sögðu um kommúnisma var lygi.“ Þennan brandara heyrði maður stundum þegar maður kom fyrst til gömlu Austur-Evrópu á síðasta áratug síðustu aldar, áratuginn eftir fall kommúnismans.
Ég minnist þess líka hvernig þeir sem líklegast hefðu orðið vinstrimenn í vestrinu urðu hægrimenn í austrinu (þótt það hafi jafnast út á þeim áratugum sem nú eru liðnir), skólabókardæmi um hvernig fortíð fólks skilyrðir skoðanir þess, uppreisnargjörnu fólki er oftast í nöp við það yfirvald sem fer oftast með völd og þeir sem hafa verið illa brenndir af einni stjórnmálastefnu eru ekki líklegir til að kjósa hana í nánustu framtíð.
Ég rifja þetta upp þegar ég spjalla við Leu Ypi, albanska fræðikonu sem skrifaði Frjáls: Æska í skugga járntjaldsins, um æskuár sín í Albaníu. Það sem er merkilegt við bókina er nefnilega hvernig foreldrarnir eru brenndir af áratugum af kommúnisma Enver …
Athugasemdir