Eftir að hafa lesið Vanþakkláta flóttamanninn eftir Dinu Nayeri verð ég að játa eitt fyrir höfundinum: mér finnst hún ekkert sérstaklega vanþakklát. „Nákvæmlega,“ samsinnir hún. „Fólk kallar nefnilega flóttamenn vanþakkláta, ekki af því þeir séu vanþakklátir heldur af því þeir setja ekki leikrit á svið um þakklæti sitt. Ef það er skilgreiningin á þakklátum flóttamanni er ég vanþakklát, þótt í raun sé ég undrandi alla daga lífs míns að eiga þetta góða líf, sem ég get þakkað Bandaríkjunum eins og þau voru á tíunda áratugnum, þegar við komum þangað, þakklát öllum hjálparsamtökunum og kirkjunum sem hjálpuðu okkur, háskólunum sem menntuðu mig, þakklætið er í raun yfirþyrmandi. En ákveðið fólk vill ekki svona flókið og persónulegt þakklæti. Það vill leiksýningu sem sýnir þeim fram á hvað þau eru frábær af því þau voru fædd í Ameríku. Það er leikrit sem ég er ekki að fara að leika í.“
Ég hegg eftir …
Athugasemdir