Umdeildu frumvarpi um hækkun ellilífeyrisaldurs, úr 62 í 64 ára, í Frakklandi var þvingað í gegnum þingið í síðustu viku án atkvæðagreiðslu þegar Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, ákvað að virkja 49. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar samþykki lagafrumvarpa án aðkomu þingsins.
Innihald frumvarpsins sem og afgreiðsla þess varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum víðs vegar um Frakkland. Ríkisstjórn Borne stóð naumlega af sér vantrauststillögu sem lögð var fram á mánudag og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar hvorki að stokka upp í ríkisstjórninni né boða til þjóðaratkvæðagreiðslu eða þingkosninga og biður mótmælendur um að sýna stillingu.
Hundruð mótmælenda hafa verið handtekin víðs vegar í Frakklandi. Á mynndinni hér að ofan má sjá mótmælanda halda á blysi við styttu frönsku frelsisgyðjunnar Marianne við Place de la République í París.
Athugasemdir (1)