Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umdeildum eftirlaunalögum mótmælt í Frakklandi

Frum­varp um hækk­un elli­líf­eyris­ald­urs í Frakklandi hef­ur leitt til gíf­ur­legra mót­mæla, ekki síst vegna að­ferð­ar­inn­ar sem rík­is­stjórn­in beitti til að koma frum­varp­inu í gegn.

Umdeildum eftirlaunalögum mótmælt í Frakklandi

Umdeildu frumvarpi um hækkun ellilífeyrisaldurs, úr 62 í 64 ára, í Frakklandi var þvingað í gegnum þingið í síðustu viku án atkvæðagreiðslu þegar Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, ákvað að virkja 49. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar samþykki lagafrumvarpa án aðkomu þingsins.

Innihald frumvarpsins sem og afgreiðsla þess varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum víðs vegar um Frakkland. Ríkisstjórn Borne stóð naumlega af sér vantrauststillögu sem lögð var fram á mánudag og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar hvorki að stokka upp í ríkisstjórninni né boða til þjóðaratkvæðagreiðslu eða þingkosninga og biður mótmælendur um að sýna stillingu.

Hundruð mótmælenda hafa verið handtekin víðs vegar í Frakklandi. Á mynndinni hér að ofan má sjá mótmælanda halda á blysi við styttu frönsku frelsisgyðjunnar Marianne við Place de la République í París. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Eru Frakkar miklu skammlífari en aðrir Evrópubúar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár