Sumarbúðirnar í Reykjadal eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árlega sækja um 250 einstaklingar á aldrinum 8 til 21 árs þangað og almennt hefur vel verið látið af starfseminni. Í lýsingu á sumarbúðunum segir: „Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfseminni í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast.“ Áhersla sé lögð á að hver og einn njóti sín á eigin forsendum, börnin geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Fyrir börn sem standi ekki endilega mjög sterk fyrir félagslega í sínu nærumhverfi sé þetta eins og paradís. Þannig hafði dóttir þeirra Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur líka upplifað það. Þar til kom að brottfarardegi.
Hvað ef, bara þau hefðu farið fyrr
Foreldrar hennar áttu að sækja hana klukkan fjögur. Faðir hennar lýsir því hvað gerðist áður en til þess kom: „Hún var tilbúin um tvöleytið, starfsmaður var …
Athugasemdir (1)