Sama dag og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fundaði um fyrirhugaða lokun á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum, eða þann 14. febrúar síðastliðinn, var lögreglan kölluð út vegna andláts í húsinu. Hinn látni hafði verið látinn í herbergi sínu í rúman sólarhring. Þremur dögum síðar kom upp eldur í húsinu. „Ég vaknaði við brunabjöllu. Svo heyrði ég læti og öskur en ég hélt fyrst að það væru slagsmál frammi. Þegar ég fór fram sá ég svo reyk og eldtungur standa út úr rýminu þar sem eldurinn kviknaði. Ég byrjaði að öskra og kalla á alla í kring um að koma sér út,“ segir íbúi Vatnagarða, sem vill ekki láta nafns síns getið.
Þá segir hann að allir íbúar í þeim hluta hússins sem hann bjó hafi verið sofandi þegar eldurinn braust út. „Þeir sem bjuggu í herbergjum nálægt eldinum hlupu bara út án þess að láta vita. Það hafði enginn vit á …
Athugasemdir