Í desember 2018 leit Hvítbók um íslenska fjármálakerfið dagsins ljós. Henni var ætlað að vera vegvísir fyrir framtíðargerð íslensks fjármálakerfis. Á meðal þess sem hópurinn sem vann verkið gerði var að láta framkvæma rannsókn á skoðun Íslendinga á bankakerfinu.
Í niðurstöðum hennar kom fram að þau þrjú orð sem flestum Íslendingum datt í hug til að lýsa bankakerfinu á Íslandi voru háir vextir/dýrt/okur, glæpastarfsemi/spilling og græðgi. Þar á eftir komu orð eins og vantraust, hrun og há laun/bónusar/eiginhagsmunasemi. Öll voru þessi orð nefnd meira en nokkurt jákvætt sem var sagt um íslenska bankakerfið.
Í rannsókninni kom einnig fram að flestir Íslendingar óskuðu þess að bankakerfi framtíðar yrði sanngjarnt og réttlátt, traust, með góða þjónustu, hagkvæmt, heiðarlegt, gagnsætt og fyrir almenning.
Á svipuðum tíma voru tveir menn, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, að velta því fyrir sér að búa til fjármálafyrirtæki sem væri mun einfaldara, straumlínulagaðra og byggt á ólíkri …
Of mikið af hættulegu fólki í eigenda hópnum.