Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hagsmunir sjávarútvegs ráða sennilega mestu um það hagsmunamat að best sé að forðast fulla aðild“

Á Ís­landi eru þrjár þjóð­ir. Ein lif­ir í krónu­hag­kerf­inu. Önn­ur eru fyr­ir­tæki á al­þjóða­mark­aði sem nota krón­una tak­mark­að og sú þriðja rek­ur dótt­ur­fé­lög á Ís­landi. Við þenn­an hóp má bæta stór­eigna­fólki sem geym­ir stór­an hluta eigna sinna í er­lend­um gjald­miðl­um. Vaxta­breyt­ing­ar koma að­eins við fyrsta hóp­inn. Þetta seg­ir Gylfi Zoega í nýrri grein og velt­ir fyr­ir sér hvort ekki sé betra fyr­ir Ís­land að ganga alla leið í Evr­ópu­sam­band­ið.

„Hagsmunir sjávarútvegs ráða sennilega mestu um það hagsmunamat að best sé að forðast fulla aðild“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og fyrrverandi meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir í nýrri grein í Vísbendingu að það felist innri mótsögn í því fyrir Ísland að vera á innri markaði Evrópusambandsins en ekki aðili að sambandinu sjálfu. 

Við þær aðstæður vaxi atvinnugreinar stjórnvöldum yfir höfuð. „Almenningur sem býr í krónuhagkerfinu greiðir þá ekki einungis hærri vexti en þeir sem búa í erlenda innlenda hagkerfinu heldur ráða kannski ekki svo miklu um mikilvæg þjóðfélagsmál þegar á reynir. Segja má að nútímavæðing íslenska hagkerfisins hafi hafist með inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið. En þótt mikið hafi áunnist þá vantar enn mikið upp á að innlend stjórnsýsla geti bæði greitt veginn fyrir innlendum atvinnugreinum og veitt þeim aðhald og eftirlit eins og dæmin sanna á undanförnum vikum.  Sú spurning vaknar þá hvort ekki sé betra að fara alla leið!“

Gylfi segir að fyrirkomulagið geri það að verkum að Ísland taki ekki …

Kjósa
82
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár