Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átökin um völd Ásgeirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp frá Katrínu Jakobsdóttur um Seðlabanka Íslands. Frumvarpið er verulega umdeilt sökum þess hvernig það gerir ráð fyrir því að auka völd seðlabankastjóra enn frekar frá því sem nú er.  Samkvæmt því á seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, að verða formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans. Það er eina fastanefnd bankans sem seðlabankastjóri stýrir ekki, eins og staðan er í dag. Katrín Jakobsdóttir skipaði Ásgeir sem seðlabankastjóra árið 2019. 

Aukin samþjöppun valds eða aukin valddreifing?

Þessi fyrirhugaða breyting er gagnrýnd í skýrslu þriggja erlendra sérfræðinga sem greindu hvernig sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 hefði gengið og mæltu með öðrum leiðum til að bæta starf fjármálaeftirlitsnefndar. Skýrslan kom út í lok janúar.

Höfundar skýrslunnar telja að of mikil samþjöppun valds sé hjá seðlabankastjóra og að þessi breyting muni hugsanlega auka hana. Þetta er talið geta grafið enn frekar undan góðum stjórnarháttum í bankanum þar sem valddreifing …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johannes Karlsson skrifaði
    Það myndi auðvelda lestur mikið ef notast væri við hlekki á rammagreinar!
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Ég vil að þessi Ásgeir verði rekin. Hann segir að hækkanir launa láglaunafólks sé ástæðan fyrir verðbólgu. Þessi maður þarf að fara frá
    1
    • Kári Jónsson skrifaði
      Eg vill fyrir hönd almennings landinu að fólkið sem Bjarni Ben skipar hirði pokann sinn, veruleikinn er að Bjarni Ben er nánast 100% valdaður af þessu fólki og kemst þannig upp með spillinguna sem blasir við öllu fólki með heila í hausnum, nkl einsog með Lindarhvols-skýrslu Sigurðar Þórðarsonar sem fæst ekki birt vegna neitunavalds Birgis Ármannssonar í forsætisnefnd, blaðamenn/stjórnarandstöðu-þingmenn eru úræðalausir gagnvart VALDNÍÐSLU Bjarna og Birgis. Minni á grein Þorsteins Sæmundssonar á Vísi þar sem hann skorar á Bjarna Ben að birta skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, þar sem vitnað er til orða Bjarna í Silfrinu síðastliðin sunnudag, að þar sé ekkert sem þolir ekki dagsljósið. Auðvitað þolir sú skýrsla ekki dagsljósið, ella væri Birgir Ármannsson ekki búin að sitja á henni allan þennan tíma, það átti sig allir á því.
      1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Var nú ekki hægt að vinna þessa fréttaskýringu betur?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Seðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frum­varp um Seðla­bank­ann verði sam­þykkt en að valdreif­ing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.
Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Starfs­mað­ur fjàr­mála­ráðu­neyt­is­ins vík­ur sæti við með­ferð Ís­lands­banka­máls­ins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár