Ég heyri hann anda en næ ekki, sama hvað ég reyni, andanum. Ég reyni að loka augunum, ég þarf að sofa, verð að sofa, en þegar ég loka augunum býð ég myrkrinu til mín. Í myrkrinu eru myndir sem ég vil ekki sjá. Myndir af þér að meiða mig, af þeim að meiða mig á meðan þau reyna að sauma mig saman aftur. Mynd af mér að meiða þig, en ég vil ekki meiða þig. Þú ert lítill, fullkominn og saklaus, en ég er vanhæf, fullkomlega vanhæf. Ég elska þig en ég elska mig ekki, ég á ást mína ekki skilið. Ég get ekki gefið þér móðurmjólkina, sinnt þér eins og mæður eiga að sinna börnum sínum. Fyrirgefðu, að ég er ekki betri en þetta. Þú átt betra skilið. Þú átt skilið að eiga móður en ég er engin mamma, ég er vanhæf, ekkert annað.
Ég hrekk upp, verð að …
Hverrsu lengi ættla karlrembur að halda fast í sína minnimátarkennd gagnvart konum ?
Er ekki kominn tími til þess að karlmenn almennt viðurkenni að við værum EKKERT án kvenna!