Um þessar mundir eru 25 ár síðan Lárus, eða Lalli í 12 Tónum, eins og hann er kallaður í bransanum, og Jóhannes Ágústsson opnuðu plötubúðina 12 Tóna og 20 ár síðan þeir gerðu fyrsta útgáfusamninginn.
„Við vorum búnir að vera að vinna verkefni með fólki en okkar eigin útgáfa hófst 2003. Við ætluðum alltaf að byrja árið 2000 af því okkur fannst allir vera að gera eitthvað árið 2000 en svo tók bara lengri tíma að bæði átta sig á því hvernig þetta virkar allt saman og eins að finna réttu plötuna til að byrja,“
segir Lárus Jóhannesson, eigandi 12 Tóna.
Eivør Pálsdóttir var sú rétta að þeirra mati og plata hennar, Krákan, var sú fyrsta sem var gefin út undir merkjum 12 Tóna. „Við gáfum sem sagt út Færeying og það var mjög gaman að kynnast Færeyingum í gegnum þetta,“ segir Lárus og spurður hvernig það hafi komið …
Athugasemdir (1)