Um jól svigna borð landsmanna undan kræsingum ýmiss konar. Árum saman hefur algengasti jólamatur hér á landi verið hamborgarhryggur en samkvæmt könnunum mörg ár aftur í tímann borðar um helmingur landsmanna hann á aðfangadagskvöld. Jólamáltíðin er fyrir mörgum ekki síður heilög en messan er fyrir öðrum.
Flest hafa líklega heyrt staðhæfinguna „jólin eru hátíð barnanna“ og ærið mörg líka heyrt staðhæfinguna „jólin eru hátíð kaupmanna“. Þeirri staðhæfingu fylgir gjarnan neikvæður tónn. Fullveldisárið skrifaði blaðamaður Þjóðviljans, í tölublaði sem gefið var út á aðfangadag: „Þegar ég var barn heyrði ég oft talað um að jólin væru hátíð barnanna og það ætti að gleðja börnin á jólunum. Þetta mun að nokkru leyti vera svo enn. Þó virðist mér hafa orðið á þessu töluverðar breytingar. Jólin eru nú miklu fremur hátíð kaupmanna og framleiðenda, þau eru eins konar markaðshátíð.“
En hvaða fólk er það sem færir okkur jólamáltíðina; sem framleiðendur eða kaupmenn? Þrjár …
Athugasemdir (1)