Þegar ég spurði systurnar Zöhruu og Yasameen Hussein hvernig þær myndu lýsa hvor annarri sneri Zahraa sér að systur sinni og sagði: „Hún er sálin mín,“ því næst lagði hún hönd sína á hönd systur sinnar og greip þétt utan um hana. „Hún er systir mín, blíða, góða systir mín,“ sagði Yasameen þá. Þær sitja þétt saman, eiginlega alveg upp að hvor annarri, báðar með hendur í skauti og horfa beint fram. Sjáanlega stressaðar og þreyttar. Þær eru enda nýkomnar til Íslands, aftur, eftir að hafa verið brottvísað héðan til Grikklands fyrir rúmum mánuði síðan ásamt mömmu sinni, Maysoon, og bræðrum, þeim Hussein og Sajjad.
Fjölskyldan hafði verið hér í tvö ár áður en lögreglan sótti þau með valdi og flutti upp í flugvél sem flaug með þau burt. Systurnar voru byrjaðar í menntaskóla, búnar að kynnast nýjum vinum og farið að líða eins og þeim væri loks borgið.
„Hér …
Athugasemdir (2)