Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Félag Björgólfs Thors í Lúxemborg stærst í nýja miðbænum í Þorlákshöfn

Fé­lag í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar fjár­fest­is á verk­taka­fyr­ir­tæk­ið sem stend­ur að nýj­um mið­bæ í Þor­láks­höfn. Sam­komu­lag við fyr­ir­tæki Björgólfs Thors var keyrt í gegn­um stjórn­kerf­ið í Ölfusi af meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor og er skipu­lags­vinna nú í full­um gangi. Sveit­ar­stjórn­ar­menn í minni­hlut­an­um í Ölfusi eru gagn­rýn­ir á með­ferð máls­ins.

Félag Björgólfs Thors í Lúxemborg stærst í nýja miðbænum í Þorlákshöfn

Nýi miðbærinn í Þorlákshöfn á Suðurlandi verður byggður af verktakafyrirtæki sem er í meirihlutaeigu félags í Lúxemborg sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir, og tveir viðskiptafélagar hans, eiga. Félagið heitir BAT Real Estate S.à.r.l og er eigandi meirihluta í  Framkvæmdafélaginu Arnarhvoli sem til stendur að byggi miðbæinn.

Forsvarsmenn Arnarhvols hafa á síðustu mánuðum kynnt hugmyndir um uppbygginguna fyrir sveitarstjórnarmönnum í Ölfusi eftir að skrifað var undir samkomulag um verkefnið í maí síðastliðinn.  Lúxemborgska félagið á 80 prósent í Arnarhvoli en framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins, Karl Þráinsson, á 20 prósent á móti því. 

Samkvæmt niðurstöðu Evrópuþingsins frá árinu 2019 er Lúxemborg eitt af þeim fimm löndum í  Evrópu sem hefur „öll einkenni skattaskjóls“. Evrópuþingið ákvað þá að „nafngreina“ og „kalla skömm yfir“ fimm Evrópuríki sem öll hafa einkenni skattaskjóla. Hin ríkin voru Malta, Holland, Írland og Kýpur. 

,,Þeir aðilar sem eru á bak við þetta fyrirtæki eru auðvitað með vafasama fortíð í viðskiptum.“
Ása …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár