Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Núna eigum við ekkert“

Íbú­ar Kher­son eru enn að reyna að ná átt­um eft­ir að svæð­ið var frels­að und­an níu mán­aða her­setu Rússa. Enn rign­ir þó sprengj­um yf­ir svæð­ið. Hern­að­ar­leg skot­mörk skipta Rússa engu leng­ur, eins og Ósk­ar Hall­gríms­son komst að á ferð um svæð­ið.

„Stríðið hefur haft gífurleg áhrif á mig persónulega, geðheilsan mín er ekki í lagi. Ég er með áfallastreitu og pabbi líka. Ég hef misst marga vini í stríðinu, einn besti vinur minn dó þegar hann var að verja Mariupol. Pabbi var fangelsaður og pyntaður af Rússum og dó næstum því.“

Þetta segir hinn 27 ára Olec Poltavsky. Hann rekur hjálparsamtökin Suspilna Ideya, og vinnur að því ásamt 300 öðrum sjálfboðaliðum að koma hjálpargögnum inn á nýlega frelsuð svæðin í kringum Kherson-borg eftir níu mánaða hernám Rússa.

Þegar stríðið hófst gekk Olec í þjóðvarðaliðið. Þremur mánuðum síðar varð hann að hætta. Áfallastreita og svæsin dagleg kvíðaköst henni samfara gerðu honum ómögulegt að stunda frekari hernað. Þess í stað ákvað hann að verða að liði á annan hátt og fara í fremstu víglínu í hjálparstarf í stað hernaðar.

„Hjartað mitt sagði mér að ég yrði að halda áfram að þjóna landinu mínu …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Evrópusambandið leiddi hjá sér stríðsglæpina í Tsétseníu, sem voru líklega þeir verstu frá stríðslokum. Blaðakonan hugrakka Anna Politkovskaya galt fyrir með lífi sínu að upplýsa sannleikann um það djöfullega stríð. Hún var myrt á afmælisdegi Pútíns fyrir framan blokkaríbúð sína. Mynstur glæpanna í Tsétseníu og Úkraínu er um margt líkir. Þeir fyrri sem hafa legið í þagnargildi í áratugi rifjast upp núna þegar þeir eru endurteknir. Leiðtogar Evrópusambandsins skelltu skollaeyrum við stríðsglæpum í Tséteníu en flöðruðu þess í stað eins og hundstíkur upp við einræðisherrann. Pútín mun beita sömu aðferðum í Úkraínu eins og hann gerði í Tséteníu og Sýrlandi. Raunverulegt eðli nútímahernaðar verður sífellt augljósara og þar er Pútín í farararbroddi. Markmiðið er að gera borgirnar óbyggilegar. Þótt orrustur séu háðar á vígvellinum þá eru almennir borgarar helsta skotmarkið.
    2
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Hinir rúSSnesku faZistar sýna sitt rétta eðli í Kherson eins og annars staðar. Svei þeim!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu