„Stríðið hefur haft gífurleg áhrif á mig persónulega, geðheilsan mín er ekki í lagi. Ég er með áfallastreitu og pabbi líka. Ég hef misst marga vini í stríðinu, einn besti vinur minn dó þegar hann var að verja Mariupol. Pabbi var fangelsaður og pyntaður af Rússum og dó næstum því.“
Þetta segir hinn 27 ára Olec Poltavsky. Hann rekur hjálparsamtökin Suspilna Ideya, og vinnur að því ásamt 300 öðrum sjálfboðaliðum að koma hjálpargögnum inn á nýlega frelsuð svæðin í kringum Kherson-borg eftir níu mánaða hernám Rússa.
Þegar stríðið hófst gekk Olec í þjóðvarðaliðið. Þremur mánuðum síðar varð hann að hætta. Áfallastreita og svæsin dagleg kvíðaköst henni samfara gerðu honum ómögulegt að stunda frekari hernað. Þess í stað ákvað hann að verða að liði á annan hátt og fara í fremstu víglínu í hjálparstarf í stað hernaðar.
„Hjartað mitt sagði mér að ég yrði að halda áfram að þjóna landinu mínu …
Athugasemdir (2)