Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvað varð um þingmennina?

Eft­ir síð­ustu al­þing­is­kosn­ing­ar viku 25 þing­menn af þingi. Nú, rúmu ári seinna, er all­ur gang­ur á hvað þetta fólk er að gera. Sum­ir eru at­vinnu­laus­ir eða glíma við kuln­un á með­an öðr­um hafa ver­ið fal­in marg­vís­leg verk­efni af fyrr­ver­andi koll­eg­um sín­um á þingi.

Allt frá efnahagshruninu 2008 hefur það verið venja en ekki undantekning að gjörbreyting verði á þeim hópi þingmanna sem kjörnir eru í alþingiskosningum. Þannig voru 27 nýir þingmenn kjörnir á þing í fyrstu kosningunum eftir hrunið, árið 2009. Í kosningum árið 2016 kom 31 nýr þingmaður inn á þing en heldur færri, 19 talsins, í kosningunum árið eftir. Í alþingiskosningunum síðasta haust varð endurnýjunin svo 25 þingmenn.

En á móti hverjum einum sem tekur sæti á þingi hlýtur einn frá að hverfa. Því eru þeir vel á annað hundrað þingmennirnir fyrrverandi sem nú gegna öðrum hlutverkum. En hvað verður um alla þessa fyrrverandi þingmenn?

Þekkt dæmi eru um þingmenn sem hafa farið beina, eða því sem næst beina, leið af þingi í hagsmunagæslu hvers konar fyrir fyrirtæki, félög eða samtök. Þannig tók Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ráðherra og forseti Alþingis, við formennsku í Landssambandi fiskeldisstöðva aðeins átján dögum …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Í mínum huga eru Kjarninn og Stundin ómissandi fjölmiðlar.,
    og heiðarlegir.
    1
  • Alltaf skal ég vera tryggur áskrifandi að stundinni á meðan ég get borgað blaðið svei mér þá alla daga því einmitt svona blað þarf að vera á islandi
    4
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Landssamband fiskeldisstöðva eru samtök sem eiga mikið undir góðum tengslum við stjórnvöld og í Einari Kristni fengu þau slíkan mann".
    - Það var ekki tilviljun að skattur sem fyrirhugaður var á laxeldið var felldur niður. Þetta var ekki e-h sem Bjarna Ben bara datt sí sona í hug.
    "Get yourself a general" segja bandarískir vopnaframleiðendur. Herforingjar á eftirlaunum eru eftirsóttir ráðgjafar þeirra.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár