Á þessum fyrsta tvíæringi er sjónum beint að umhyggju fyrir samfélagi og umhverfi og skoðað hvernig við högum okkur í ýmsum aðstæðum. Verkefnið sækir innblástur í hugmyndafræði og vinnuferla Magnúsar Pálssonar og Steinu Vasulka. Endurskoðun Hillbilly spjallaði meðal annars við Ósk Vilhjálmsdóttur, listamann og einn af aðstandendum verkefnisins.
Til að byrja með, til þess að setja verkefnið í samhengi, segir Ósk Hillbilly að hluti hópsins sem tekur þátt í Suðurlandstvíæringnum hafi farið til Rómar fyrir nokkru.
„Í Róm er merkilegur hópur sem fer með fólk í göngur um óvenjulega göngustaði. Hópurinn kallar sig Stalker og samanstendur af listamönnum, fræðimönnum, hönnuðum, til dæmis, blandaður hópur eins og okkar,“ segir Ósk og heldur áfram: „Þeirra heimspeki er að við þurfum ekki að búa til neitt; þurfum ekki að gera neitt, heldur aðeins endurskapa, endurnýja, endurskilgreina; það sem er til nú þegar.“
Vera ævarandi byrjandi, hugsar Hillbilly með sér.
Ganga sem verkfæri
Hið …
Athugasemdir