Samherji og tengd félög eru ein fyrirferðarmesta fyrirtækjasamstæða Íslands. Eignarhald hennar er þó ekki dreift og hefur í raun þrengst enn frekar eftir að rannsókn hófst á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna. Útgerðin sjálf hefur lengst af verið að uppistöðu í eigu frændanna Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar sem og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Þorsteins. Á þriðja tug minni hluthafa, ótengdir fjölskyldunni, áttu þó litla hluti í Samherja. Allt þar til á síðasta ári.
Stór hluti þessara litlu ótengdu hluthafa voru starfsmenn Samherja eða höfðu verið hluthafar í minni útgerðum sem Samherji tók yfir. Margir þeirra áttu eign sína í útgerðinni í gegnum eignarhaldsfélagið Blika. Í nýbirtum ársreikningi þess sést hvernig Samherjafjölskyldan hefur nú keypt þessa litlu hluthafa út úr rekstrinum.
Í lok árs 2020 var hluthafahópurinn tiltölulega fjölbreyttur en ári síðar voru allir hlutir komnir í eigu félaga sem tengjast beint Samherjafjölskyldunni. Samherji Holding, sem er félag í …
Þá hefði þurft að greiða 10% í erfðafjárskatt. Hefði ekki að öðrum kosti þurft að greiða 46.25% í tekjuskatt?
Eða er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að koma því þannig fyrir að ekkert fari til ríkisins við eignatilfærslur í sjávarútvegsfyrirtækjum? Það væri í samræmi við auðmannadekur þess flokks.