Hjónin Anton og Viktoria Garbar eru rússneskir ríkisborgarar sem komu til Íslands í apríl og óskuðu eftir vernd sem pólitískir flóttamenn. Þau segja sér ekki vært í Rússlandi, þaðan sem þau flúðu vegna skoðana sinna og þátttöku í samfélagsumræðu, sem hér á landi þætti sjálfsögð, en kostar fólk auðveldlega frelsið í Rússlandi.
Eftir sex mánuða baráttu fyrir efnislegri meðferð hjá Útlendingastofnun liggur nú fyrir að þeim verður vísað úr landi.
Útlendingastofnun virðist enda aldrei hafa skoðað mál þeirra af neinu viti. Það stóð einfaldlega aldrei annað til en að vísa þeim til Ítalíu.
Á meðan þau hafa beðið örlaga sinna hér, hefur rússneska lögreglan kært Anton fyrir það eitt að tala gegn og efast um lögmæti innrásarinnar í Úkraínu. Refsingin við slíku lögbroti gæti hæglega kostað hann fangelsisvist.
Anton og Viktoria segjast stundum upplifa sig hvergi velkomin. „Heima fyrir er ég svikari en hér er fullt af fólki sem telur …
Athugasemdir (3)