Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við erum bara manneskjur, við eigum þetta ekki skilið“

Rúss­nesk hjón sem hafa beð­ið hér í hálft ár eft­ir að ís­lensk yf­ir­völd taki til greina stöðu þeirra sem hæl­is­leit­end­ur, virð­ast hafa beð­ið til einskis. Á sama tíma hang­ir mögu­leg fang­els­is­refs­ing yf­ir höfði þeirra, fyr­ir það eitt að tjá sig með gagn­rýn­um hætti um stríðs­rekst­ur Rússa Í Úkraínu.

„Við erum bara manneskjur, við eigum þetta ekki skilið“
Anton og Viktoria Garbar. Í herbergi sínu á Hótel Sögu, þar sem þau hafa búið undanfarna sex mánuði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjónin Anton og Viktoria Garbar eru rússneskir ríkisborgarar sem komu til Íslands í apríl og óskuðu eftir vernd sem pólitískir flóttamenn. Þau segja sér ekki vært í Rússlandi, þaðan sem þau flúðu vegna skoðana sinna og þátttöku í samfélagsumræðu, sem hér á landi þætti sjálfsögð, en kostar fólk auðveldlega frelsið í Rússlandi.

Eftir sex mánuða baráttu fyrir efnislegri meðferð hjá Útlendingastofnun liggur nú fyrir að þeim verður vísað úr landi. 

Útlendingastofnun virðist enda aldrei hafa skoðað mál þeirra af neinu viti. Það stóð einfaldlega aldrei annað til en að vísa þeim til Ítalíu.

Á meðan þau hafa beðið örlaga sinna hér, hefur rússneska lögreglan kært Anton fyrir það eitt að tala gegn og efast um lögmæti innrásarinnar í Úkraínu. Refsingin við slíku lögbroti gæti hæglega kostað hann fangelsisvist.

Anton og Viktoria segjast stundum upplifa sig hvergi velkomin. „Heima fyrir er ég svikari en hér er fullt af fólki sem telur …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ömurleg frásögn og ótrúleg.
    1
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    íslensk valdaelíta er svo á rússasíðu og hefur alltaf verið ........
    0
    • CR
      CPS Ráðgjöf skrifaði
      Ömurlegt að heyra. Þetta hugrakka fólk á skilið miklu betra. Stöndum með þeim!
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár