Matvælaráðherra hefur samið við Samkeppniseftirlitið um að framkvæma athugun, eða rannsókn, á eigna- og stjórnunartengslum í íslenskum sjávarútvegi. Þekkt er að útgerðir sem eru að meginstofni í eigu sömu aðila eiga aflaheimildir langt umfram löglegt hámark án þess að nokkuð sé að gert. Það hefur þó ekki verið staðfest af opinberum aðilum og hafa dótturfélög útgerða jafnvel verið talin sem sjálfstæðir og ótengdir aðilar.
Verkefnið, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur falið Samkeppniseftirlitinu, á að vinna í samstarfi þess og tveggja annarra stofnana, Fiskistofu og Seðlabankans. Rannsóknin er hluti af vinnu ráðuneytisins við „að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ eins og segir á vef ráðuneytisins.
En eru þetta ekki upplýsingar sem við eigum að vita nú þegar? Að einhverju leyti, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en upplýsingarnar eru ekki nógu nákvæmar. „Að stóru leyti liggja þessar upplýsingar fyrir og …
Athugasemdir