Börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, að langstærstum hluta stúlkur, voru beitt alvarlegu andlegu ofbeldi með kerfisbundnum hætti. Sá sem beitti ofbeldinu í yfirgnæfandi meirihluta tilvika var Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumaður heimilisins á árunum 1997 til 2007. Barnaverndarstofa, sem átti að hafa eftirlit með heimilinu, brást hlutverki sínu.
Þetta eru niðurstöður skýrslu starfshóps sem gert var að rannsaka hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu á umræddum árum hefðu sætt þar illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra fyrrverandi vistbarna sem starfshópurinn tók viðtal við lýstu því að þau hefðu upplifað andlegt ofbeldi á heimilinu, sem hefði lýst sér í óttastjórn, harðræði og niðurbroti. Af 34 einstaklingum sem komu í slík viðtöl lýstu 30 því að hafa upplifað andlegt ofbeldi einu sinni eða oftar.
Þá lýsti rúmur þriðjungur því að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæpur þriðjungur því að hafa orðið vitni að slíku ofbeldi. …
Athugasemdir (4)