Klukkan var fimm í eftirmiðdaginn föstudaginn 1. júlí síðastliðinn þegar ábúendur á tveimur bæjum í Reykholtsdal í Borgarfirði urðu varir við að eitthvað furðulegt var að gerast með heita vatnið heim á bæina. Fyrst dró úr þrýstingi en síðan hætti vatnið alveg að renna. Bændur grunaði hvað ylli en það var varla að fólk tryði því þó. Það var ekki bilun sem olli vatnsleysinu heldur var búið að skrúfa fyrir heita vatnið. Og ekki var það svo að ábúendur hefðu ekki greitt reikninga sína eða með öðru móti brotið gegn samningum um kaup þeirra á vatninu sem kom úr borholu í Reykholti, borholu sem stendur í landi prestssetursins þar og er í eigu kirkjumálasjóðs þjóðkirkjunnar.
Ástæðurnar fyrir því að skrúfað var fyrir vatn til bæjanna tveggja, Grímsstaða og Skáneyjar, eru nokkuð flóknar. Þar koma saman deilur um notkun ábúenda á vatninu, aukinn kostnaður vegna nýframkvæmda við öflun vatns, þinglýstur samningur …
Hvorki sem kennara,presti né manneskju.
Geir Waage er smánarblettur á báðum stéttum, og mannkyninu líka.