Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“

Skrúf­að var fyr­ir heitt vatn á tveim­ur bæj­um í Reyk­holts­dal í Borg­ar­firði í byrj­un júlí. Bæ­irn­ir hafa ver­ið heita­vatns­laus­ir síð­an. Ábú­end­ur á bæn­um Skáney segja óbil­girni og yf­ir­gang fyrr­ver­andi prests í Reyk­holti, Geirs Waage, rót­ina að mál­inu. Í gildi sé samn­ing­ur við kirkju­mála­sjóð til næstu 37 ára um kaup og sölu á vatn­inu.

„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“
Skilja ekki aðgerðarleysi þjóðkirkjunnar Þau Birna og Bjarni í Skáney undrast að þjóðkirkjan, sem á heita vatnið í Reykholti, leyfi Geir Waage að komast upp með að loka á vatnið til þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Klukkan var fimm í eftirmiðdaginn föstudaginn 1. júlí síðastliðinn þegar ábúendur á tveimur bæjum í Reykholtsdal í Borgarfirði urðu varir við að eitthvað furðulegt var að gerast með heita vatnið heim á bæina. Fyrst dró úr þrýstingi en síðan hætti vatnið alveg að renna. Bændur grunaði hvað ylli en það var varla að fólk tryði því þó. Það var ekki bilun sem olli vatnsleysinu heldur var búið að skrúfa fyrir heita vatnið. Og ekki var það svo að ábúendur hefðu ekki greitt reikninga sína eða með öðru móti brotið gegn samningum um kaup þeirra á vatninu sem kom úr borholu í Reykholti, borholu sem stendur í landi prestssetursins þar og er í eigu kirkjumálasjóðs þjóðkirkjunnar.

Ástæðurnar fyrir því að skrúfað var fyrir vatn til bæjanna tveggja, Grímsstaða og Skáneyjar, eru nokkuð flóknar. Þar koma saman deilur um notkun ábúenda á vatninu, aukinn kostnaður vegna nýframkvæmda við öflun vatns, þinglýstur samningur …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RRS
    Raqnar Rúnar Sverrisson skrifaði
    "Dýrð sé Guði (og Geir) í umtalsverðum upphæðum" Amen.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Pastor emeritus Geir Waage beitir hér bragði vinar sins Pútíns. Hann þarf hvorki leyfi biskups né kirkjunnar til að skrúfa fyrir krana á sinni lóð. Kirkjan er dauður hlutur, getur hvorki leyft né bannað neitt.
    3
  • Af Geir fer ekki gott orð neinsstaðar.
    Hvorki sem kennara,presti né manneskju.
    Geir Waage er smánarblettur á báðum stéttum, og mannkyninu líka.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár