Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ofsafengin“ líkamsárás: Foreldrar lýsa vonbrigðum með dóminn

„Við for­eldr­arn­ir eru mjög von­svikn­ir,“ seg­ir fað­ir manns sem varð fyr­ir hnífstungu­árás fyr­ir fram­an skemmti­stað­inn 203 Club fyrr á ár­inu. Hér­aðs­dóm­ur taldi mann­dráp­stilraun ekki sann­aða þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar stung­ur og lífs­hættu­lega áverka.

„Ofsafengin“ líkamsárás: Foreldrar lýsa vonbrigðum með dóminn

„Við foreldrarnir erum mjög vonsviknir,“ segir faðir manns sem varð fyrir hnífstunguárás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club við Austurstræti þann 5. mars 2022. Til átaka hafði komið inni á skemmtistaðnum og lýsti brotaþoli, 21 árs gamall maður, því hvernig hann hefði gengið þar á milli. Hann hefði síðan farið út af skemmtistaðnum og staðið þar, þegar maður kom aftan að honum með orðunum: „Was this you?“ og látið höggin dynja á honum. 

Líkamsárás en ekki tilraun til manndráps 

Tveir menn, Daniel Zambrana Aquilar og Raúl Ríos Rueda, voru ákærðir fyrir að ráðast að manninum með hnefahöggum og óþekktu stunguvopni, líklega skrúfjárni. Í dómnum er tekið fram að ekkert hafi komið fram sem gæti skýrt ástæður árásarinnar, sem hafi verið tilefnislaus. Á myndbandsupptökum mátti sjá að brotaþoli kom engum vörnum við og bar hendur fyrir höfuð sér. 

„Nú spyr ég, hvað hélt hann að myndi gerast?“

Saksóknari krafðist refsingar fyrir tilraun til manndráps, en fyrir dómi neitaði Daniel staðfastlega að hafa ætlað að ráða brotaþola bana. Sagðist hann ekki hafa getað ímyndað sér að hann gæti valdið jafn miklum skaða og raunin varð þegar hann greip áhald upp af götunni og beitti því ítrekað á brotaþola. Höggin, sem voru að minnsta kosti sex talsins, náðu í gegnum jakka brotaþola. Áverkarnir voru lífshættulegir, en lungu féllu saman, auk þess sem brotaþoli var allur í sárum. Mat dómsins var að ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel væri ljóst, þegar hann stakk brotaþola ítrekað, að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps, en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.  

Tilefnislaus og ofsafengin árás

Dómurinn féll í gær, 25. ágúst. „Líkamsárásin var tilefnislaus og ofsafengin og afleiðingarnar alvarlegar,“ segir í dómsorði. Var Daniel dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina, auk þess sem honum var gert að greiða 1,5 milljónir í miskabætur. 

Hinn maðurinn sem tók þátt í árásinni fyrir utan 203 Club, Raúl Ríos, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm vegna aðildar að atvikum og var gert að greiða 400 þúsund í miskabætur.

Um leið var Daniel dæmdur fyrir að brjóta tennur í 24 ára gömlum manni fyrir utan Prikið, með því að veitast að honum með ofbeldi og gefa honum olnbogaskot í andlitið. Brotaþola í því máli voru dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur.   

Stunginn sex eða sjö sinnum 

Foreldrum brotaþola er fyrirmunað að skilja niðurstöðu dómsins. Faðir hans segir að sonur sinn hafi ekki komið neinum vörnum við og engin ógn hafi stafað af honum. „Annar mannanna stakk son minn sjö sinnum með vopni, kannski skrúfjárni, sem olli því að bæði lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Dómari féllst á rök lögfræðings Daniels að um stórfellda líkamsárás væri að ræða frekar en manndrápstilraun, því Daniel hafi ekki gert sér grein fyrir því að árásin með vopninu gæti orðið syni mínum að bana. Nú spyr ég, hvað hélt hann að myndi gerast?“

Bendir hann á hversu mikið afl þurfti til að valda þessum skaða, því stungurnar fóru í gegnum þykkan fóðraðan gallajakka, hettupeysu og bol. „Vopnið fannst aldrei en myndband náðist af Daniel skila vopnum frá sér og ná í það aftur.“ 

Hann hefur áhyggjur af fordæmisgildinu. „Hér finnst áhyggjuefni hversu mikið slíkar árásir hafa aukist. Þess vegna finnst mér þessi dómur mikil vonbrigði. Er verið að normalísera vopnaðar árásir, með þessari niðurstöðu?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár