Skattakóngur Vesturlands árið 2021 og jafnframt skattakóngur Íslands er Björn Erlingur Jónasson, fyrrverandi útgerðarmaður í Ólafsvík. Alls greiddi Björn Erlingur rúmar 692 milljónir króna í skatta á síðasta ári, að langmestu leyti í fjármagnstekjuskatta, um 689 milljónir króna. Fjármagnstekjur Björns Erlings eru tilkomnar af sölu útgerðarfyrirtækisins Valafells sem hann átti ásamt konu sinni, Kristínu Vigfúsdóttur.
Flettu í Hátekjulista Stundarinnar hér.
Skattakóngur Vestmannaeyja á síðasta ári var Sævaldur Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður, en hann greiddi um 686 milljónir króna í skatta. Það fleytir Sævaldi upp í annað sæti yfir skattakónga á landsvísu. Líkt og í tilfelli Björns Erlings í Ólafsvík eru skattgreiðslur Sævalds að mestu leyti tilkomnar vegna fjármagnstekna, en því sem næst allar skattgreiðslur hans voru fjármagnstekjuskattar. Sævaldur og börn hans seldu útgerðarfyrirtækið Berg til Bergs-Hugins, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, og gengu kaupin í gegn í febrúar á síðasta ári.
Skattakóngur Vestfjarða á síðasta ári var Björn …
Athugasemdir (1)