Björn Erlingur er skattakóngur Íslands
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Björn Erlingur er skattakóngur Íslands

Kort­lagn­ing á tekju­hæsta eina pró­sent­inu sýn­ir að karl­ar eru skattakóng­ar í öll­um um­dæm­um. Að­eins tólf kon­ur ná inn á lista yf­ir þá 100 sem hæstu skatt­ana greiddu á Ís­landi á síð­asta ári. Sú efsta á list­an­um er í 21. sæti. Þeir sem eru efst­ir á lista yf­ir tekju­hæsta eina pró­sent­ið á Ís­landi koma flest­ir úr út­gerð­ar­geir­an­um.

Skattakóngur Vesturlands árið 2021 og jafnframt skattakóngur Íslands er Björn Erlingur Jónasson, fyrrverandi útgerðarmaður í Ólafsvík. Alls greiddi Björn Erlingur rúmar 692 milljónir króna í skatta á síðasta ári, að langmestu leyti í fjármagnstekjuskatta, um 689 milljónir króna. Fjármagnstekjur Björns Erlings eru tilkomnar af sölu útgerðarfyrirtækisins Valafells sem hann átti ásamt konu sinni, Kristínu Vigfúsdóttur.

Flettu í Hátekjulista Stundarinnar hér

Skattakóngur Vestmannaeyja á síðasta ári var Sævaldur Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður, en hann greiddi um 686 milljónir króna í skatta. Það fleytir Sævaldi upp í annað sæti yfir skattakónga á landsvísu. Líkt og í tilfelli Björns Erlings í Ólafsvík eru skattgreiðslur Sævalds að mestu leyti tilkomnar vegna fjármagnstekna, en því sem næst allar skattgreiðslur hans voru fjármagnstekjuskattar. Sævaldur og börn hans seldu útgerðarfyrirtækið Berg til Bergs-Hugins, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, og gengu kaupin í gegn í febrúar á síðasta ári.

Skattakóngur Vestfjarða á síðasta ári var Björn …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir útgerðarrisarnir, eða þeir sem selja kvótann"sinn".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2022

Fjármagnstekjur bera uppi íslenska eina prósentið
GreiningHátekjulistinn 2022

Fjár­magn­s­tekj­ur bera uppi ís­lenska eina pró­sent­ið

Ís­lend­ing­arn­ir sem höfðu hæst­ar tekj­ur á síð­asta ári höfðu flest­ir drjúg­ar fjár­magn­s­tekj­ur sem höfðu þannig mest um það að segja hverj­ir raða sér í flokk tekju­hæsta 1 pró­sents lands­manna. Að­eins um helm­ing­ur 1 pró­sents­ins hafði minna en hálfa millj­ón í fjár­magn­s­tekj­ur á síð­asta ári og minna en þriðj­ung­ur þess hafði eng­ar fjár­magn­s­tekj­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár