James Webb geimsjónaukinn, eitt allra magnaðasta stórvirki mannkynsins, byggður af þúsundum vísindamanna og verkfræðinga yfir samanlagt 40 milljón klukkustundir yfir rúman aldarfjórðung, fyrir tæplega tíu milljarða bandaríkjadala, er mættur á áfangastað og byrjaður að gefa af sér. Sjónaukanum var skotið á loft í Ariane 5 ECA eldflaug þann 25. desember í fyrra frá Kourou geimferðamiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana í Suður-Ameríku.
Þessi nýjasti geimsjónauki NASA er nefndur eftir James Webb, fyrrverandi forstöðumanni NASA á tímum Apollo geimferðanna frá 1961 til 1968. Sjónaukinn er arftaki Hubble geimsjónaukans, sem gjörbreytti hugmyndum manna um alheiminn með mörgum af merkilegustu uppgötvunum í stjarnvísindum á 20. öld. Hubble færði okkur stórkostlegar djúpmyndir af þúsundum vetrarbrauta, reikistjörnum, tunglum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Hubble hjálpaði okkur að meta aldur og stærð alheimsins, kenndi okkur ótalmargt um myndun og ævi stjarna, sýndi fram á tilvist risasvarthola í kjörnum stórra vetrarbrauta og sjónaukinn heldur áfram að starfa …
Athugasemdir (1)