„Við erum öll menntuð í Bandaríkjunum. Ég er með meistaragráðu í samskiptum, hún er sálfræðingur og svo er líka verkfræðingur hérna,“ segir Abdullah, afgreiðslumaðurinn í Vodafone-versluninni í hinni glænýju og marmaraþöktu verslunarmiðstöð Mall of Oman. Hingað var ég sendur til að flýja sólina sem skín um það bil beint yfir höfði mér, svo að varla fellur skuggi á jörðina. Ég átti líka erindi hingað enda, eins og starfsmaður Hringdu hafði útskýrt fyrir mér áður en ég flaug af stað, yrði ég líklega persónulega gjaldþrota ef ég ætlaði mér að nota íslenska símkortið mitt í Óman. Það var vesen að fá símkort og því endaði ég á að verja góðum klukkutíma í þessari verslun. Fyrir vikið gafst tækifæri á að spjalla við starfsfólkið, sem útskýrði meðal annars að þau hefðu öll verið send erlendis í nám á vegum ómanska ríkisins. Eða soldánsins öllu heldur. Allt er gert í hans nafni og …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Frelsið rætt í einræðisríki soldáns
„Af hverju þurfum við réttindi?“ spyr Ómani á meðan annar hlær að hugmyndinni um lýðveldi á Arabíuskaga. Alþjóðleg hreyfing stéttarfélaga blaðamanna fundaði í einræðisríkinu Óman; þar sem frjáls fjölmiðlun er ekki til og málfrelsi verulega takmarkað.
Athugasemdir