„Gler er 100% endurvinnanlegt og hægt er að endurvinna það „endalaust“ án þess að það tapi gæðum. Það getur hins vegar tekið glerflösku allt að milljón ár að leysast upp í umhverfinu,“ segir á heimasíðu Endurvinnslunnar, sem í áratugi hefur tekið á móti drykkjarumbúðum Íslendinga til endurvinnslu. Þrátt fyrir það hefur ekki ein glerflaska verið endurunnin á þessum tíma.
Í rúmt ár hefur hið opinbera lagt sérstakt umsýslugjald á allar glerflöskur sem seldar eru í landinu, til að standa straum af kostnaði við endurvinnslu þeirra. Endurvinnslu sem er þó enn ekki hafin. Á sama tíma og gjaldið rennur óskipt til Endurvinnslunnar hf. hefur fyrirtækið ítrekað frestað löngu boðuðum áformum um að hætta að urða gler.
Sér á báti
Ísland er eina ríkið í Evrópu sem endurvinnur ekkert af sínum glerúrgangi. Í þau rúmlega 33 ár sem safnað hefur verið gleri hér á Íslandi fer ekkert af því til endurvinnslu. Það …
Athugasemdir (4)