Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brostnar vonir á áfangaheimilinu Betra líf

Til stend­ur að loka áfanga­heim­il­inu Betra líf verði ekki gerð­ar úr­bæt­ur á bruna­vörn­um, en slökkvi­lið­ið lýs­ir hús­næð­inu sem dauða­gildru. For­stöðu­mað­ur áfanga­heim­il­is­ins seg­ir ekki for­send­ur til þess að leggja í slík­an kostn­að og sak­ar yf­ir­völd um að reka heim­il­is­laust fólk á göt­una. Íbú­ar lýsa slæm­um að­bún­aði og kalla eft­ir breyt­ing­um, en fjór­ir hafa lát­ist á áfanga­heim­il­inu frá ár­inu 2020.

Brostnar vonir á áfangaheimilinu Betra líf
Bjó á Betra líf Róbert Guðmundsson segir að hann sé andlega og líkamlega búinn á því eftir að hafa þurft að búa á götunni og þá endalausu bið sem er eftir félagslegu húsnæði. Róbert bjó á Betra líf í Fannborg 4 en þótti dvölin erfið og óviðunandi. Hann kýs gistiskýlið frekar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á glerhurð að Fannborg 4 í Kópavogi stendur skýrum stöfum: Betra líf, en til að komast inn á áfangaheimilið þarf að ganga yfir ælupoll sem liggur fyrir framan dyrnar. 

Betra líf er áfangaheimili sem átti að loka í byrjun mánaðar. Áfangaheimilið er á tveimur hæðum, þar eru 24 herbergi og þar búa alla jafna um 24 íbúar. Gengið er inn í almennt rými, á vinstri hönd er stigi upp á efri hæðina og á hægri hönd er lyfta. Í beinni sjónlínu er gangur með fjórtán herbergjum. Allt í kring liggja troðfullir ruslapokar á gólfinu og sígarettustubbar. Þegar litið er út um hurðina blasir rauð bygging við sem merkt er velferðarsviði Kópavogs. 

Húsnæðið var byggt fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs og hefur lítlu sem engu verið breytt síðan bærinn seldi húsnæðið, nema hvað skrifstofuhúsgögnin voru fjarlægð sem og annað sem minnti á skrifstofu og í staðinn voru gömlu skrifstofurnar innréttaðar sem svefnherbergi til …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafsson skrifaði
    eg spurdi hvort ekki væri hægt ad fa ruslagam einhvad tarf ruslid ad fara nei tad kostadi of mikid i hvad foru 124000 sem eg borgadi i leigu fyrir 9 fermetra herbergi og nanast enga adra adstødu sturturnar ogedslegar enda hellti stelpan sem treif golfin skolpinu af golfunum i sturtubotnana engin stjornun stelpan sem treif er ad taka ut dom med tessari vinnu sinni ef kalla skyldi vinnu ep passadi ad rumid mitt væri aldrey liggjandi vid veggi tvi litlar svartar pøddur voru um alla veggi og rakinn svartur a veggjum og i gluggum arnar er ad gera ykkur greida fyrir 124000 a manudi tad kostadi greidin flott laun fyrir tveggja tima vinnu fjora til 5 daga i viku for dalitid hvort korinn væri ad singja i jardarfør karlakor audvita
    0
  • Tinna Hrund Schram skrifaði
    Það er of mikið ætlast til af einum manni sem er tilbúinn að hjálpa. Ekki setja út á hann fyrir að ná ekki að halda utan um þetta, setjið út á kerfið fyrir að veita honum ekki byr undir báða vængi! Það vantar fleiri úrræði og fólk til að hjálpa og því ætti kerfið að grípa þá sem eru tilbúnir að gera betur á þessu sviði.
    -2
  • GJ
    Guðrún Júlíusdóttir skrifaði
    Fyrir hvað er fólkið þarna að borga. 120 þúsund fyrir 24 herbergi er dálaglegur peningur og eigandinn ætti nú að geta fleygt rusli við útidyr og þrifið upp ælu við inngang og komið upp slökkvitæki og reykskynjurum.
    3
    • David Olafsson skrifaði
      124000 kostadi mig ad vera tarna en eftir ag gunni do fyltist allt af pøddum einhverjum na kvikindum ua allt mitt herbergi var alltaf fint og herint og eg treif golfid og glussasetur med sterku ediksyru eftir nokkur skipti sa eg litin a golfinu ad svona stadur se til a islandi er vidbjodur eg keypti mer rafmagnshjol til ad hjola einhvad i burt geymdi tad svo hja arnari tvi øllu er stolid tarna en ekki kemur hjolid mitt eftir itrekadar beidnir til arnars ad senda tad nordur hvad vard um hjolid tetta er allt mjøg skritid tarna folk fær ad nota dopid sitt medan tad borgar leigu ef ekki væri frekar litill kunahopur eg bjo tarna i 6 manudi sumir koma ser frekar i fangelsi fa svo ad fara a hladgerdarkot eftir afplanun sem er finn stadur tad eru margir a gøtum islands vonum ad børnin okkar fari ekki a svona stadi svona stadir drepa hægt og rolega einstaklinga i vanda eg reyndi ad ræda tetta tarna en med litlum ahuga annara tvi skamturinn er handan vid hornid og i husinu salan a ser stad innan dyra tad er nu einn sem vinnur fyrir arnar sem gerir ekkert annad en ad henda folki ut tegar hann mætir ta eru allir komnir med skamtinn sinn eina tøflu takk fyrir 6000 dagskamtur ein tafla er 6000 t ef tu ert midlungs fykill allir vita tetta tarna af hverju er ekkert gert i tvi borga leigu allt annad skiptir engu elda mat ekki hægt engin eldavel klosett golfin fyllast ad saur ef sturta er notud ta flædir allt upp sturtubotnar svartir ad skit mannaskit skylin eru flott hotel midad vid tessa peningarukkunarvel svo stendur hlidardalskoli audur med nokkrum polverjum sem lata ekki bjoda ser svona vidbjod tar eru nokkrar sturtur tvottaherbergi stor herbergi og eldhus ser med nokkrum eldavelum og adbunadi til fyrirmynda en lengra i dopid tvi ekki vinsælt tar vantar folk til ad elda eina maltid a dag ta væri hlidardalskoli frabært fyrir ta sem vilja skadaminkandi umhverfi og gott hus ad vera i tetta stod til boda vid forum 3 svo dopistarnir a betra livi geta dalitid sjalfum ser um kennt tetta er stort neyslubæli opid hus med engri stjornun bara rukkunn borga 124000
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár