Á glerhurð að Fannborg 4 í Kópavogi stendur skýrum stöfum: Betra líf, en til að komast inn á áfangaheimilið þarf að ganga yfir ælupoll sem liggur fyrir framan dyrnar.
Betra líf er áfangaheimili sem átti að loka í byrjun mánaðar. Áfangaheimilið er á tveimur hæðum, þar eru 24 herbergi og þar búa alla jafna um 24 íbúar. Gengið er inn í almennt rými, á vinstri hönd er stigi upp á efri hæðina og á hægri hönd er lyfta. Í beinni sjónlínu er gangur með fjórtán herbergjum. Allt í kring liggja troðfullir ruslapokar á gólfinu og sígarettustubbar. Þegar litið er út um hurðina blasir rauð bygging við sem merkt er velferðarsviði Kópavogs.
Húsnæðið var byggt fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs og hefur lítlu sem engu verið breytt síðan bærinn seldi húsnæðið, nema hvað skrifstofuhúsgögnin voru fjarlægð sem og annað sem minnti á skrifstofu og í staðinn voru gömlu skrifstofurnar innréttaðar sem svefnherbergi til …
Athugasemdir (4)