Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings við stjórn­völd. Stór­út­gerð­in er ein um að njóta slíkra fríð­inda og ver þau af hörku. Heimt­uðu að nei­kvæð um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar yrði dreg­in til baka og krefjast upp­lýs­inga um sam­töl starfs­manna Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm

Á síðasta ári lagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, fram frumvarp um hringrásarhagkerfið. Það frumvarp varð svo seinna að lögum. Samkvæmt þeim er lagt úrvinnslugjald á langflestar framleiddar og innfluttar umbúðir. Gjaldið á síðan að standa straum af endurvinnslu eða urðun umbúðanna.

Fyrirkomulagið er ekki nýtt. En með nýju lögunum voru auknar kröfur lagðar á framleiðendur og innflytjendur ýmissa UMBÚÐA og vörutegunda, frá því sem áður var. Ein tegund vara er þó eftir sem áður undanþegin úrvinnslugjaldi, með sérákvæði í lögunum: Veiðarfæri.

Íslenska stórútgerðin sparar sér þannig hundruð milljóna króna sem hún annars myndi greiða fyrir endurvinnslu, endurnýtingu eða urðun veiðarfæra eftir að notkun þeirra er hætt. Ólíkt öllum öðrum sem lögin ná til.

Hagsmunasamtök sjávarútvegsins hafa tryggt sér nær óbreyttan sérsamning, byggðan á gömlu óuppsegjanlegu samkomulagi við yfirvöld. 

Samkomulagi sem þó hefur verið þverbrotið, eins og Stundin hefur sannreynt.

Sjávarútvegurinn nær ekki markmiðum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    https://i.redd.it/itm54bglriy81.jpg
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Nú veit maður af hverju Samherjaútgerðirnar sýndu myndir af endurnýtingunni sinni í fréttum í vikunni - Ekkert nema svik og lygi í áratugi
    2
  • Vigfús Ásbjörnsson skrifaði
    Frekjan,yfirgangurinn,hræsnin og vanþakklætið í SFS er hreint út sagt rosalegt. Innræti þessara samtaka virðist vera að vera óvinur samfélagsins og þjóðarinnar NR 1. SFS lítur á sína eigin þjóð og almenning sem eitthvað til að nýðast á og murka lífið úr. Það er ekki nóg með að SFS berjist gegn því að þjóðin fái mannsæmandi aðgengi við nýtingar sinna eigin auðlinda í gegnum mannsæmandi frelsis til handfæraveiða sem er umhverfisvænasta veiðarfæri sem hér finnst og ógnar ekki fiskistofnum heldur þarf almenningur að greiða fyrir SFS urðunarkosnað þeirra. Framganga þeirra gagnvart stofnunum samfélagsins ber merki um að mjög veikt fólk sé við stjórn samtakanna svo vægt sé til orða tekið. Það er allstaðar sem niður er komið í kringum þessi samtök slóð hræsnis ,hroka og fyrirlitningar gegn þjóðinni og öðru fólki. Íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi er þjóðinni eins óhagkvæmt og hugsast getur. Kostnaðurinn sem lendir á þjóðinni er allstaðar í allskonar formum sem flest fólk skilur mæta vel. Eru samtökin kanski stofnuð að fyrirmynd vondu systra öskubusku úr samnefndu ævintýri. Ef þessi samtök fara ekki að breyta hugsunarhætti sínum og aðför sinni að almannahagsmunum þarf það að verða þjóðþrifamál að losna við þau úr íslensku samfélagi. Svandís Svavarsdóttir er þeirra kona í ríkistjórn, það hefur hún sannað þá fáu mánuði sem hún hefur verið sem sjávarútvegsráðherra.....
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár