Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“

Ástæða þess að frásögn Vítalíu Lazarevu, um kynferðisbrot fjögurra manna í heitum potti og tveggja á hótelherbergi, fékk jafn mikinn hljómgrunn og raun ber vitni er sú að mennirnir fimm sem sakaðir eru um brot gegn henni endurspegla tegund karlmennsku sem á ekki lengur upp á pallborðið og þjóðin tengir hvað helst við árin fyrir hrun. Málið minnir helst á sjónvarpsþættina EXIT sem skilur almenning eftir með óbragð í munni vegna „á þetta-má þetta“ hegðunar auðmanna gagnvart ungri varnarlausri konu af erlendum uppruna. Þetta er meðal annars mat þeirra sérfræðinga sem Stundin ræddi við um þann fjölda karlmanna sem hafa verið nafngreindir fyrir brot sín undanfarna tólf mánuði.

Sá mikli fjöldi manna sem þurft hafa að víkja úr störfum sínum eða stöðum í samfélaginu eftir að konur hafa stigið fram má rekja til viðhorfsbreytinga sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Rekja má þær breytingar beint til #metoo hreyfingarinnar og þeirra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Þetta er mjög góð og fagleg grein og tekur á mörgum sjónarmiðum í þessum málum. Takk fyrir.
    0
  • Kristín Sólveig Bjarnadóttir skrifaði
    Takk fyrir góða og fræðandi grein með viðtölum við fagaðila á sviðinu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár