Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir varð fyrir gríðarlegu niðurbroti þegar hún skildi við manninn sinn árið 2005 og greinir hér frá því hvernig hún náði að byggja sig upp að nýju. „Ég var búin að byggja hamingju mína á því að eiga mann og börn; eða fjölskyldu. Virði mitt náði bara utan um það. Eftir skilnaðinn leið mér ofboðslega illa. Mér fannst ég vera einskis virði og ömurleg. Mér fannst mér hafa algerlega mistekist þar sem ég hefði ekki einu sinni getað haldið fjölskyldunni saman. Ég held að margir upplifi þessar tilfinningar í kjölfar skilnaðar,“ segir Guðbjörg Ósk, sem er kölluð Ósk. „Mér leið eins og ég myndi aldrei geta treyst á sjálfa mig aftur af því að þetta mistókst. Þetta var það sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði að gera vel og vandlega allt lífið og ég ætlaði bara að takast á við þau vandamál sem kæmu upp …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Þurfti að sigrast á sorginni eftir skilnað
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir upplifði mikla sorg og vanlíðan í kjölfar skilnaðar árið 2005. Hún segist hafa gengið í gegnum djúpa vanlíðan í heilt ár en síðan fór hún að byggja sig upp andlega og líkamlega og fór markvisst í að finna hamingjuna á nýjan leik.
Athugasemdir