Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Platar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.

Platar Pútín Biden?
Forsetarnir Biden býst við innrás, Pútín neitar en safnar herliði og Zelensky áréttar að „smávægileg innrás“ sé ekki til. Mynd: Stundin / JIS

Þrátt fyrir að vestræn ríki hafi varað Rússa við innrás í Úkraínu og frekari innlimun á landsvæði ríkisins í Rússland, hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti gefið til kynna að hann búist við að Vladimir Pútín Rússlandsforseti láti verða af innrás í landið og að verði sú innrás „smávægileg“ gætu Natóríki átt erfitt með að ná saman um aðgerðir. 

Fregnir herma að yfirvöld í Úkraínu séu felmtri slegin yfir yfirlýsingum Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagðist búast við að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og að það yrði þeim kostnaðarsamt, en setti þó fyrirvara á viðbrögð Natóríkja. „Það er eitt ef þetta verður smávægileg innrás og að við endum á að þurfa að rífast um hvað við gerum og hvað við gerum ekki,“ sagði hann. „En ef þeir gera það sem þeir eru færir um að gera með herliðið við landamærin verður það áfall fyrir Rússa ef þeir ráðast enn meira inn í Úkraínu,“ sagði hann.

„Þetta gefur Pútín grænt ljós á að fara inn í Úkraínu eftir eigin hentisemi,“ hefur CNN eftir Úkraínskum embættismanni, sem kveðst vera sleginn yfir ummælum Bidens, eins og úkraínska stjórnin.

Beðinn að árétta orð sín sagðist Biden draga línuna við að Pútin myndi láta „rússneskt herlið fara yfir landamærin og drepa úkraínska hermenn“. „En það veltur á því hvað hann gerir, hvort við munum fá algera samstöðu hjá Nató,“ bætti hann við. Í dag áréttaði hann svo aftur að allar innrásir yrðu metnar sem innrásir.

Þannig hafa Þjóðverjar neitað að veita Úkraínu vopn, en Bandaríkin og Bretland skuldbundið sig til þess. Macron Frakklandsforseti vill að Evrópuþjóðir haldi sínar eigin viðræður við Rússa, en þeir síðarnefndu hafa átt í viðræðum við Bandaríkjamenn í Genf í Sviss undanfarið.

Úkraínsk yfirvöld slegin yfir orðum Bidens

Á sama tíma og Biden lýsir því að Rússar hafi hernaðarlega yfirburði og gerir greinarmun á smávægilegri innrás (incursion) og fullri innrás (invasion), ásamt því að lýsa hiki og klofningi Natóríkja, hefur Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, reynt að róa landsmenn. „Allir landsmenn, sérstaklega eldri borgarar, þurfa að skilja þetta: Allir þurfa að anda djúpt. Slaka á. Ekki hlaupa eftir neyðarbirgðum eins og korni og eldspítum.“

Hann hvatti fjölmiðla til að ýta ekki undir óttann með stöðugri umfjöllun um yfirvofandi innrás, enda sé innrásin engin ný tíðindi. „Hvað er nýtt hérna? Er þetta ekki raunveruleiki okkar síðustu átta ár? Byrjaði ekki innrásin árið 2014?“

Þó er nýtt í stöðunni að Rússar hafa fjölgað í herliði sínu við landamæri Úkraínu og eru nú komnir með hermenn inn í Hvíta-Rússland, á þeim forsendum að halda heræfingar í febrúar, samhliða æfingum flotans á Miðjarðarhafi og á heimskautasvæðinu. Þá eru hafnar viðræður milli Rússa og Bandaríkjanna í Genf, sem snúast um kröfur Pútíns. 

Zelensky, sjónvarpsmaður og grínisti sem kjörinn var forseti 2019 eftir að hafa leikið forseta, reyndi í dag að svara orðum Bidens. 

Á fundi í gærForseti Úkraínu, Volodomyr Zelensky, hitti bandaríska utanríkisráðherrann, Antony Blinken, í úkraínsku höfuðborginni, Kyiv, í gær.
„Ég vil minna miklu veldin á að það eru ekki til neinar smávægilegar innrásir og litlar þjóðir.“
Volodomyr Zelensky
Forseti Úkraínu, 20. janúar 2022

„Ég vil minna miklu veldin á að það eru ekki til neinar smávægilegar innrásir og litlar þjóðir. Alveg eins og það er ekkert smávægilegt mannfall og lítil sorg við fráfall ástvina,“ sagði hann á Twitter.  „Ég segi þetta sem forseti mikils veldis,“ bætti hann við. Klukkutíma síðar tísti Zelensky um yfirvofandi viðræður hans við Andrzej Duda, forseta Póllands, um áskoranir í öryggismálum, og samstarf í samgöngu- og orkumálum.

Að sama skapi hefur forsætisráðherra Svíþjóðar boðið Zelensky í heimsókn og ítrekað fullan stuðning við fullveldi Úkraínu, ásamt því að skora á Rússa að minnka spennuna við landamærin. Áður hafði sænski forsætisráðherrann, Magdalena Anderson úr Jafnaðarmannaflokknum, vitnað í viðræður sínar við kanadíska forsætisráðherrann, Justin Trudeau, og síðar forsætisráðherra Litháens, Ingrida Simonyte, um öryggismál og mikilvægi þess að halda uppi öryggi í Evrópu.

Pútin miðar og setur fram kröfur

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur krafist, með uppstilltu herliði við landamæri nágrannaríkisins Úkraínu, að Rússar fái að hindra aðild sjálfstæðra nágrannaríkja sinna að Nató.

Skiptar skoðanir eru um hvers vegna Pútín hótar nú innrás. Ein kenningin er sú að Joe Biden hafi sýnt afgerandi veikleika í klúðurslegu brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan fyrr í vetur. Biden hafi þannig gefið til kynna að hann vilji taka upp einangrunarstefnu og sé átakafælinn.

Pútín hefur áður sagt að hann telji fall Sovétríkjanna vera „mesta katastrófa alþjóðastjórnmála“ á 20. öld. Hann hefur þegar komist upp með að styðja uppreisn rússneskra aðskilnaðarsinna með vopnum, og að mati vestrænna aðila með herliði, ásamt því að innlima Krímskagann í Rússland 2014.

Hins vegar hafa rússnesk yfirvöld haldið því fram að þau hyggi ekki á innrás í Úkraínu og að vestræn ríki séu að hella olíu á eldinn með yfirlýsingum þess efnis.

Viðræður Bandaríkjanna og Rússa halda áfram í Genf á morgun þegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittir bandaríska utanríkisráðherrann Antony Blinken, sem í dag ræddi við breska, franska og þýska starfsbræður sína í Berlín, eftir að hafa hitt Zelensky í Kiyv í gær.

Biden og PútínHittust í Genf í júní síðastliðnum. Ræða nú um kröfur Pútíns um að vesturveldin láti af heræfingum nærri Rússlandi og stofni ekki til samstarfs við nágrannaríki Rússlands um öryggismál.

Pútín að narra Biden?

Deildar meiningar eru um hversu raunveruleg eða breytt ógnin af Rússum sé, eða hvort ógnin sé hreinlega Vesturlönd. „Það erum ekki við sem erum að ógna einhverjum,“ sagði Pútín fyrir jól. 

Ein kenning Bandaríkjamanna er sú að Rússar muni skipuleggja árás undir fölsku flaggi (false flag operation) til að framkalla atburðarás átaka, en þannig hófu til dæmis Þjóðverjar innrás í Pólland haustið 1939.

„Í stað þess að hunsa þessa vitleysu samþykkja Bandaríkin dagskrá Pútíns“
Alexei Navalny
Rússneskur stjórnarandstæðingur í viðtali við Time

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Alexei Navalny, sem var nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum árið 2020, segir að Biden láti plata sig til þess að taka þátt í viðræðum við Pútín. „Aftur og aftur falla vesturlönd í gildru Pútíns,“ segir Navalny í viðtali við Time. „Hann kemur fram með einhverjar sturlaðar, hlægilegar kröfur, eins og þessar nýjustu, um hvernig hann og Biden þurfa að setjast niður í reykfylltu herbergi og ákvarða örlög Evrópu, eins og við séum komin aftur til 1944. Í stað þess að hunsa þessa vitleysu samþykkja Bandaríkin dagskrá Pútíns og hlaupa til með að skipuleggja einhvers konar fundi. Rétt eins og hræddur skóladrengur sem stóri strákurinn er að hrella. Síðan lýsa þeir yfir: „Ef þið gerið eitthvað, þá leggjum við á harðar þvingunaraðgerðir.“ Það er nákvæmlega það sem Pútín þarf, því ef hann síðan ræðst ekki á Úkraínu, þá verða engar þvinganir. Það verður bara gulrót, en ekki kylfa.“ 

Navalny lét þessi orð falla í skriflegu viðtali við Time, þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi eftir endurkomu sína til Moskvu fyrir ári síðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigurður Þórarinsson skrifaði
  Kúba var sem sagt ekki ,,sjálfstætt ríki" er ,,Cuban missile crisis" var á allra vitorði??? En það sem hr. Jón Trausti veit eflaust fullvel... en tekur ekki fram í þessari umfjöllun sinni:

  https://fair. org/home/hawkish-pundits-downplay-threat-of-war-ukraines-nazi-ties/
  0
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Held að þetta geti verið rétt hjá Navalny enda er það líka svo að Bandaríkjamenn hafa svona sögulega séð átt afar erfitt með að lesa Rússa og oft á tíðum bara alls ekki skilið hvernig þeir hugsa.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  2
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  3
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • Þóra Dungal fallin frá
  4
  Menning

  Þóra Dungal fall­in frá

  Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  5
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  6
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  7
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  8
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
 • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
  9
  Viðtal

  Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

  Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
 • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
  10
  Fréttir

  Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

  Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.