Um tuttugu þúsund manns, ríflega fimm prósent landsmanna, eru ýmist í einangrun eða sóttkví á Íslandi vegna Covid-19 kórónaveirunnar og hefur þeim fjölgað gríðarlega síðustu vikur. Þriðjudaginn 11. janúar var hlutfallið milli hópanna tveggja svipað, 10.326 voru þá í einangrun en 9.732 í sóttkví. Svo sem ljóst má vera hefur staðan gríðarleg áhrif á gangverk samfélagsins.
Í síðustu viku breytti heilbrigðisráðherra reglum um sóttkví á þá lund að um þá sem eru þríbólusettir og þá sem eru tvíbólusettir og hafa einnig fengið staðfest Covid-19 smit gilda mildari reglur en verið höfðu. Þeim sem svo er ástatt um er nú heimilt að fara til vinnu og sækja skóla, sem og að sækja nauðsynlega þjónustu. Áður, 30. desember síðastliðinn, var einangrun fólks sem greinist með Covid-19 stytt úr tíu dögum í sjö. Breytingarnar voru gerðar til að bregðast við því að erfitt var orðið um vik með að halda úti ýmissi grunnstarfsemi …
Athugasemdir