Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Blæbrigðamunur á reglum um sóttkví og einangrun

Eft­ir breyt­ing­ar á lengd ein­angr­un­ar og mild­un reglna um sótt­kví hér á landi eru sótt­varn­ar­að­gerð­ir orðn­ar lík­ari því sem tíðk­ast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Ekki er eðl­is­mun­ur á þeim regl­um sem gilda milli land­anna en ein­hver blæ­brigða­mun­ur þó.

Blæbrigðamunur á reglum um sóttkví og einangrun
Mikil áhrif á gangverk samfélagsins Sá mikli fjöldi fólks sem er ýmist í einangrun eða sóttkví á Norðurlöndunum hefur töluverð áhrif á grunnstoðir samfélaganna. Mynd: PHILIPPE LOPEZ / AFP

Um tuttugu þúsund manns, ríflega fimm prósent landsmanna, eru ýmist í einangrun eða sóttkví á Íslandi vegna Covid-19 kórónaveirunnar og hefur þeim fjölgað gríðarlega síðustu vikur. Þriðjudaginn 11. janúar var hlutfallið milli hópanna tveggja svipað, 10.326 voru þá í einangrun en 9.732 í sóttkví. Svo sem ljóst má vera hefur staðan gríðarleg áhrif á gangverk samfélagsins.

Í síðustu viku breytti heilbrigðisráðherra reglum um sóttkví á þá lund að um þá sem eru þríbólusettir og þá sem eru tvíbólusettir og hafa einnig fengið staðfest Covid-19 smit gilda mildari reglur en verið höfðu. Þeim sem svo er ástatt um er nú heimilt að fara til vinnu og sækja skóla, sem og að sækja nauðsynlega þjónustu. Áður, 30. desember síðastliðinn, var einangrun fólks sem greinist með Covid-19 stytt úr tíu dögum í sjö. Breytingarnar voru gerðar til að bregðast við því að erfitt var orðið um vik með að halda úti ýmissi grunnstarfsemi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár