Sunna Snædal, nýrnalæknir og meðlimur í aðgerðahópnum Konur í læknastétt, segir að þótt Landspítalinn sé nú í því ferli að bæta verkferla varðandi kynbundið áreiti og misrétti dugi það ekki til, ef ekki verði farið í að breyta menningunni innan spítalans.
Sunna er ein þeirra sem hefur verið Landspítalanum innan handar við að breyta og bæta verkferla stofnunarinnar hvað varðar einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á Landspítalanum. Hún var fengin til þess eftir að aðgerðahópurinn hafði bent á ýmsa vankanta á verkferlum spítalans.
Krefjast aðgerða af hálfu spítalans
Hópurinn sendi stjórnendum spítalans bréf síðastliðið sumar þar sem fram kom að verkferlar spítalans væru óskýrir varðandi kynferðislega áreitni, sér í lagi fyrir þá sem þurfa að beita þeim, og að þeir sem beiti þeim hafi ekki „gripið ofbeldismál sem upp hafa komið og eru þá eflaust mörg sem ekki eru tilkynnt“.
„Við segjum nú er komið nóg. Við krefjumst …
Athugasemdir (3)