Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Umferðarstofu, er uggandi yfir fjölgun umferðarslysa og slasaðra á tímabilinu janúar til september á árinu 2021, en á því tímabili voru umferðarslys orðin fleiri en allt árið 2020 og 2019 sömuleiðis. „Það er eitthvað mjög skrýtið að gerast. Við erum eiginlega bara mjög uggandi yfir þessum tölum,“ segir Gunnar.
Aðspurður um það hver helsta breytingin á þessu tímabili miðað við árin tvö á undan er segir hann fjölgun slysa á rafmagnshlaupahjólum vera stærstu breytinguna en á þessu tímabili hafa 30 einstaklingar slasast alvarlega á þeim farartækjum. Algengasta tegund alvarlegra slysa á þessu tímabili var að óvarinn vegfarandi féll af farartæki, eða 42 slys, og þar á eftir voru 32 slys sem rekja má til útafaksturs eða bílveltna og þriðja algengasta tegund slyss er ekið á óvarinn vegfaranda.


Hvað óvarða vegfarendur varðar, það er að segja allir þeir sem ekki eru í bifreið, …
Athugasemdir (2)