Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sorgardúett skáldkonu sem kom úr felum

Ragn­heið­ur Lár­us­dótt­ir hef­ur skrif­að ljóð frá því hún var lít­il stelpa en faldi öll sín verk í meira en hálfa öld. Fyr­ir rúmu ári sagði hún skil­ið við hik­ið og sendi frá sér sína fyrstu bók, fékk Bók­mennta­verð­laun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar og var til­nefnd til Maí­stjörn­unn­ar. Nýj­asta bók henn­ar, Glerflísaklið­ur, er af­ar per­sónu­leg en hún fjall­ar um tvær sorg­ir sem blönd­uð­ust sam­an og héldu henni fang­inni í sjö ár.

Sorgardúett skáldkonu sem kom úr felum
Ragnheiður Lárusdóttir, kennari og ljóðskáld Mynd: Heiða Helgadóttir

Í þessari bók eru tvær konur, ég er önnur þeirra og er í sorg vegna skilnaðar og veikinda móður minnar. Hin konan er mamma. Hún er með Alzheimer. Mín sorg dvínar og mér batnar en sjúkdómurinn ágerist hjá mömmu og hún deyr að lokum, segir Ragnheiður Lárusdóttir, ljóðskáld og kennari, um ljóðabókina Glerflísakliður sem kom út nýverið. Þetta er önnur bók Ragnheiðar en fyrir sína fyrstu bók, 1900 og eitthvað, sem kom út í fyrra, hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og var tilnefnd til Maístjörnunnar sem eru ljóðabókaverðlaun. Ég var skáldkona í felum. Skúffurnar mínar voru og eru fullar af ljóðum og sögum enda byrjaði ég að skrifa ljóð þegar ég lærði að draga til stafs. En ég var alla tíð hikandi við að senda þau frá mér og svo þegar ég loks gerði það, þegar ég var að nálgast sextugt, fékk ég verðlaun og tilnefningu. Það var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ágústa Jóhannsdóttir skrifaði
    hvílík bók og algjör snilld hvernig henni tekst að setja orð á sorgina
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár