Bókin Fulltrúi þess besta í bandarískri mennningu segir frá því hvernig orðspor bandaríska rithöfundarins Williams Faulkners barst til Íslands á fjórða áratugnum fyrir tilstilli norrænna þýðinga og hvernig það festi sig í sessi í krafti opinbers og óopinbers menningarstarfs Bandaríkjanna á tímum kalda stríðsins. Í bókinni er sagt frá því hvernig höfundur sem lengi naut lítillar viðurkenningar í heimalandi sínu reis til æðstu metorða og hlaut að lokum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Haukur Ingvarsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, leitaði víða í rannsókn sinni og heimsótti meðal annars skjalasöfn í Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Við sögu koma bandarískir leyniþjónustumenn, leyndardómar á bókasafni Ísafjarðar en hæst ber kannski frásögn af heimsókn Faulkners til Reykjavíkur árið 1955. Um leið og sögð er saga Faulkners er varpað ljósi á flokkadrætti í íslensku menningarlífi og kastljósinu beint að því alþjóðlega samhengi sem íslenskir menntamenn á hægri væng stjórnmálanna störfuðu í en þar var bandaríska leyniþjónustan, CIA, ekki …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Flokkadrættir í íslensku menningarlífi
Kaldastríðsmódernisminn berst hingað í gegnum tímarit sem bandaríska leyniþjónustan styrkti bak við tjöldin og hér á landi er hún heimfærð upp á átök sem höfðu staðið um abstrakt málverk og atómljóðlist.
Athugasemdir