Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.

Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými

Bráðamóttakan er hjarta spítalans og að sögn Eggerts Eyjólfssonar bráðalæknis einu dyrnar inn á hann. Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan Eggert stóð á forsíðu Stundarinnar ásamt samstarfsfélögum sínum. Fyrirsögnin var „Starfsmenn lifa hamfarir: Hjálparkall frá spítalanum.“

Frá þeim tíma hafa enn fleiri starfsmenn kallað eftir hjálp en Eggert segir að þrátt fyrir allt hafi lítið sem ekkert breyst. Starfsaðstæður eru enn þær sömu og enn vantar starfsfólk, fleiri sérfræðilæknar hafa sagt störfum sínum lausum og skortur er á hjúkrunarfræðingum. Það eina sem hefur breyst er að nú þarf starfsfólkið á bráðamóttökunni bara að hlaupa enn hraðar og aldrei sér fyrir endann á hlaupunum.

Inntur eftir mati á stöðunni segir Eggert: „Þú verður bara að koma og sjá.“ 

Hér á eftir fer vettvangslýsing af göngu í gegnum bráðamóttökuna í Fossvogi í fylgd bráðalæknis.

Biðstofan

Fyrir utan bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi situr maður í hjólastól í sjúkarhúsklæðum og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækn­ar á Land­spít­al­an­um með heila­bil­un­ar­ein­kenni vegna álags

Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, geð­lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í streitu og kuln­un, seg­ist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna sjúk­legr­ar streitu. Lækn­arn­ir geta þó ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­ar vand­ans á spít­al­an­um og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár