Bráðamóttakan er hjarta spítalans og að sögn Eggerts Eyjólfssonar bráðalæknis einu dyrnar inn á hann. Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan Eggert stóð á forsíðu Stundarinnar ásamt samstarfsfélögum sínum. Fyrirsögnin var „Starfsmenn lifa hamfarir: Hjálparkall frá spítalanum.“
Frá þeim tíma hafa enn fleiri starfsmenn kallað eftir hjálp en Eggert segir að þrátt fyrir allt hafi lítið sem ekkert breyst. Starfsaðstæður eru enn þær sömu og enn vantar starfsfólk, fleiri sérfræðilæknar hafa sagt störfum sínum lausum og skortur er á hjúkrunarfræðingum. Það eina sem hefur breyst er að nú þarf starfsfólkið á bráðamóttökunni bara að hlaupa enn hraðar og aldrei sér fyrir endann á hlaupunum.
Inntur eftir mati á stöðunni segir Eggert: „Þú verður bara að koma og sjá.“
Hér á eftir fer vettvangslýsing af göngu í gegnum bráðamóttökuna í Fossvogi í fylgd bráðalæknis.
Biðstofan
Fyrir utan bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi situr maður í hjólastól í sjúkarhúsklæðum og …
Athugasemdir