Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son hélt fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu um lög­gæslu og af­brota­varn­ir með heim­speki­legu ívafi. Hann sagði að inn­herja­við­skipti væru ekki órétt­lát, sam­kvæmt kenn­ing­um mið­aldag­uð­fræð­ings, og að skattasnið­ganga væri í reynd dyggð en ekki löst­ur.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor í stjórnmálafræði sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri í gær, sem hafði þemað afbrotavarnir og fjallaði um „aðferðir og aðgerðir til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið“, skilgreindi stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skattasniðgöngu sem dyggð og sagði  innherjaviðskipti ekki vera óréttlát.

„Innherjaviðskipti eru ekki óréttlát, en ekki heldur gjafmild,“ sagði Hannes. Í fyrirlestrinum byggði hann á kenningum heilags Tómasar frá Akvínas, 13. aldar guðfræðings og heimspekings sem lagði grunninn að heimspekilegri nálgun kaþólsku kirkjunnar, eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Innherjaviðskipti geta verið ólögleg, en þau eru til dæmis viðskipti sem eigandi eða starfsmaður fyrirtækis á markaði, eða aðrir sem hafa trúnaðarupplýsingar um stöðu þess, stundar með hluti fyrirtækisins þegar hann býr yfir upplýsingum sem munu fyrirsjáanlega lækka eða hækka gengi þeirra. Í skilgreiningu héraðssaksóknara segir að viðskiptin geti ýmist verið lögmæt eða ólögmæt. „Ræðst það oftast af því hvort innherjinn hafði aðgang að eða bjó yfir innherjaupplýsingum þegar til viðskiptanna var stofnað.“

Klám synd, en ekki innherjaviðskipti

„Ég ræddi um vændi, klám, innherjaviðskipti og skattasniðgöngu og fór eftir greiningu heilags Tómasar af Akvínas, sem vildi, að ríkið einbeitti sér að því að vernda okkur fyrir ræningjum og ofbeldisseggjum, en léti okkur í friði um smásyndir, sem ekki sköðuðu aðra,“ sagði Hannes á Facebook í dag um fyrirlesturinn. 

Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um það sem hann kallaði glæpi án fórnarlambs. Hann flokkaði klám og vændi sem syndir, en skattasniðgöngu sem dyggð. „Skattasniðganga ætti að vera dæmd af niðurstöðunni, ekki af ásetningnum. Hún er dyggð, sparsemi,“ sagði hann.

Hannes er þar ekki að ræða um skattsvik sem slík, en oft eru þó mörkin milli skattsvika og skattaundanskota óljós. Hannes hefur áður haldið því fram að „siðferðislega óréttlætanlegt“ hafi verið hjá norrænum bankastofnunum að kaupa eignir föllnu íslensku bankanna eftir fjármálahrunið „fyrir smánarverð“, á mælikvarða heilgas Tómasar.

„Undirliggjandi spurning er hver á þig, og eignir þínar, sérþekkingu og getu til tekjuöflunar, þú sjálf(ur) eða einhver annar, til dæmis samfélagið,“ sagði Hannes á ráðstefnunni í gær.

Starfar fyrir hugveitu

Hannes Hólmsteinn hefur um árabil verið áberandi sem talsmaður frjálshyggju á Íslandi og var löngum einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í formannstíð vinar hans, Davíðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Auk þess að vera æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands, fékk Hannes meðal annars það hlutverk hjá Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra, árið 2014, að rannsaka erlendar orsakir íslenska bankahrunsins, en meðal niðurstaða hans var að „ekkert [væri] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg“. 

Hann hefur starfað sem forstöðumaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt. Í stjórn rannsóknarsetursins, sem stofnað var 2012, eru meðal annars Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
4
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu