Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sorgarsaga Sorpu

Sex millj­arða króna gas- og jar­gerð­ar­stöð Sorpu átti að vera bylt­ing í um­hverf­is­mál­um á Ís­landi þeg­ar hún var kynnt fyr­ir fjöl­miðl­um og al­menn­ingi. Yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­enda Sorpu um hvaða ár­angri stöð­in myndi skila hef­ur ekki ræst og er það orð­ið aug­ljóst að marg­ar þeirra eiga sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um.

Stór dagur fyrir umhverfismál rann upp þann 17. ágúst 2018, en þá var fyrsta skóflustungan tekin að 6 milljarða króna gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Forsvarsmenn Sorpu birtust í öllum helstu fjölmiðlum landsins þar sem þeir lýstu því yfir að með tilkomu stöðvarinnar yrði allt að 95 prósent af öllum heimilisúrgangi á höfuðborgarsvæðinu endurunninn. Draumur manna var að stöðin myndi gera Ísland að fyrirmyndarríki þegar kæmi að umhverfismálum og að erlend ríki myndu horfa til okkar öfundaraugum, enda hefði engum öðrum í heiminum tekist það sem forsvarsmenn Sorpu og pólitískt skipaðir stjórnarmeðlimir voru að kynna fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins. En draumurinn breyttist fljótt í martröð. 

Staðan nú er sú að lítið sem ekkert af þeirri 6 milljarða króna fjárfestingu sem lagt var í virkar í raun og veru eins og lofað var. Þótt stöðin hafi átt að ná 95 prósent endurvinnsluhlutfalli þá er ekkert endurunnið, þar sem moltan stenst ekki kröfur um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár