Heimspressan vakir yfir þróun mála í Afganistan, og áhrifum þeirra á stjórnmálaástand í miðlægri Asíu, en hér á landi er ungur maður þjáður af áhyggjum vegna sérstakrar fjölskyldu, nefnilega hans eigin.
Sayed Khanoghli er tvítugur flóttamaður sem kom til landsins og fékk hæli fyrir tveimur og hálfu ári. Samhliða námi í kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla gegnir hann formennsku Ungmennahreyfingar Amnesty International á Íslandi, og hefur Sayed einnig verið virkur í margvíslegri mannréttindabaráttu, meðal annars sem talsmaður kvenréttinda. Hann segir atburði seinustu daga hafa komið sér og öðrum gjörsamlega í opna skjöldu, með tilheyrandi áfalli: „Þetta er eins og að vera fastur í martröð. Ég er búinn að týna tilfinningunum mínum. Ég finn fyrir hungri en mig langar ekki í mat. Ég veit að ég þarf svefn en ég get ekki fest blund á kvöldin. Þegar ég loka augunum sé ég sjálfan mig í aðstæðum fjölskyldu minnar. Jafnvel þótt ég sé öruggur …
Athugasemdir