Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tveir sérvitringar sem fundu hvor annan

Eft­ir tveggja ára­tuga hjóna­band hafa hjón­in Una Mar­grét Jóns­dótt­ir og Hólm­steinn Eið­ur Guð­rún­ar­son það að leið­ar­ljósi að vera til stað­ar. Með vinátt­una að vopni hafa þau tek­ist á við erf­ið­leika og áskor­an­ir, hvort sem það eru al­menn­ir hjóna­bandserf­ið­leik­ar eða áráttu- og þrá­hyggjurösk­un­in sem Una er með en þau lifa bæði.

Tveir sérvitringar sem fundu hvor annan

Una Margrét og Eiður, eins og þau eru kölluð af öðrum, kalla sig sjálf sérvitringa, mikla sérvitringa ef út í það er farið. Þau segjast heppin að hafa fundið hvort annað, heppin að hafa fundið annan sérvitring til að deila lífi sínu, gleði og áskorunum með. 

Áskoranir þeirra hjóna eru sumpart ósköp hversdagslegar og jafnvel kunnuglegar, erfiðleikar sem flest hjón mæta, en svo er áskorun sem hefur mótað þau og þeirra hjónaband mikið og kennt þeim ýmislegt um þau sjálf, lífið og samlífið. Það er áráttu-og þráhyggjuröskun Unu Margrétar.

Frá því að Una var ung stelpa hefur hún glímt við áráttu og þráhyggju sem hún komst að seinna að væri hluti af röskun. Þetta byrjaði allt þegar hún var barn en þá fór hún að fá ýmiss konar þráhyggju til að mynda fyrir því að söngla alltaf sama bútinn úr lagi. „Þegar mamma og pabbi spurðu mig af hverju ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár