Hillbilly hitti Írisi Ólöfu á sýningu hennar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Það er árla mánudagsmorguns, frídags verslunarmanna, og menningarhúsið tekið úr lás sérstaklega fyrir viðtalið. Mikil ró ríkir innan veggja hússins en fyrir utan það hleypur ungur hlaupari hring eftir hring, þeytist framhjá gluggunum og dregur aldrei úr hraðanum.
Talandi um andstæður. Andstæður er titill sýningarinnar sem Hillbilly er mætt til að skoða. Listamaðurinn Íris Ólöf veltir fyrir sér hinu harða og hinu mjúka, takmörkunum og frelsi, að takmarka mjúka efnið í harða efninu. „Karl og kona, Hjöri og Íris,“ segir Íris og vísar í manninn sinn Hjörleif Hjartarson, og hún heldur áfram: „Norðrið og suðrið, ég er svolítið mikið þar. Alltaf að berjast, alltaf að flytja mig um set, finna jafnvægi, það getur verið erfitt að vera á báðum stöðum. Er í Svarfaðardal á sumrin, Reykjavík á veturna,“ bætir Íris við.
Lét drauminn rætast sextug
Íris Ólöf var …
Athugasemdir