Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu

Embætti land­lækn­is hvet­ur þau sem þurfa að ferð­ast er­lend­is til að gæta að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og bólu­sett­ir eru hvatt­ir til að fara í sýna­töku við heim­komu.

Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu
Þórólfur Guðnason og Alma Möller Embætti landlæknis mælir ekki með ferðalögum til annarra landa en Grænlands nema nauðsyn komi til. Mynd: Heiða Helgadóttir

Embætti landlæknis ráðleggur íbúum Íslands að ferðast ekki að nauðsynjalausu til útlanda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef embættisins í dag sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undirritar.

„Í ljósi aukinna smita í mörgum löndum heims er nú öllum íbúum Íslands ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu til skilgreindra áhættusvæða, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland,“ segir í tilkynningunni. „Reglulega er endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði en sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að breyta áhættusvæðum eins og er. Stór hluti annarra þjóða er enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra en bólusettir einstaklingar smitast líka og geta smitað aðra, þótt bólusetning verji einstaklinginn gegn alvarlegum sjúkdómi.“

Embætti biður þá sem þurfa að ferðast um að hafa í huga að raskanir geti orðið á flugi og breytingar á reglum í öðrum löndum með litlum fyrirvara sem geta valdið erfiðleikum á að komast heim. Þá eigi þeir sem greinast með Covid-19 ekki að ferðast og þurfi að fylgja tilmælum í viðkomandi landi.

„Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart“

„Þeir sem þurfa að ferðast erlendis eru beðnir að sýna varúð og sinna persónulegum sóttvörnum á ferðalaginu og erlendis, þ.m.t. tíðum handþvotti, forðast mannþröng og nánd við ótengda aðila og nota andlitsgrímur. Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart. Einkennalausir ferðamenn eru einnig hvattir til að fara í sýnatöku við heimkomu til Íslands, þó þeir séu bólusettir, sem hægt er að panta á heilsuvera.is“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár